Frétt
Sigfús fisksali gagnrýnir ASÍ – Sigfús: „Í stuttu máli þá er ASÍ að bera saman epli og appelsínur í þessari könnun hjá sér“
Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands birti nú á dögunum á heimasíðu ASÍ nýja verðkönnun á kílóverði af fiskmeti hjá fiskbúðum.
Sjá einnig: Oft um 1.000 kr. munur á kílóverði af fiski
Verðtökufólki verðlagseftirlitsins var meinað að taka niður verð hjá nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal Fiskbúð Fúsa.
Sigfús Sigurðsson, eigandi Fiskbúðar Fúsa og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, gagnrýnir ASÍ og birtir tilkynningu á facebook síðu fiskbúðarinnar, sem er eftirfarandi:
Góðan daginn.
Það kom til mín mjög kurteis og almennileg kona frá ASÍ í lok síðustu viku að gera verðlagskönnun sem ég afþakkaði og útskýrði fyrir henni afhverju.
Í stuttu máli þá er ASÍ að bera saman epli og appelsínur í þessari könnun hjá sér, þau koma með staðlað form þar sem hvorki er talað um fisk prósentu í fiskréttum eða bollum né gæði, setja þorskhnakka í sama hólf og flök osvfr.
Hérna koma öll verðin mín fyrir þá sem vilja sjá þau, kílóverð.
Hakkbollur 86% fiskur 2290kr
Plokkfiskur 2290kr
Þorskréttir 90% fiskur 2890kr
Ýsa í sósu 75-80% fiskur 2890kr
Löngu og keiluréttir 90-95% fiskur 2590kr
Lax í mareneringu 3390kr
Bleikja í mareneringu 3290kr
Steinbítsréttir 90% fiskur 2890kr
Ýsa roð og beinlaus 3090kr
Þorskhnakkar 3390kr
Lönguhnakkar 2590kr
Keila 2590kr
Steinbítsflök 2890kr
Saltfiskur 2990kr
Reykt ýsa 2890kr
Ýsa með roði 2790kr
Hausuð ýsa 1590kr
Bleikjuflök 3290kr
Laxaflök 3390kr
Gellur nýjar og saltaðar 2590kr
Fiskur í raspi, þorskur 2890kr
Raupspretta 2890kr
Nætursöltuð ýsa 2790kr
Smálúða 3090kr
Stórlúða 3190kr
Regnboga silungur 3290kr
Harðfiskur roðlaus ýsa 2500kr pakkinn
Harðfiskur lúða, steinbítur, þorskur, keila (þorskur og keila 250gr pakkar) 2990kr pakkinn
Kartöflur 1kg 550kr
Einfrystar stórar rækjur 500gr 1900kr
Rúgbrauð 450kr
Kv Sigfús og Fiskbúð Fúsa
Mynd: facebook / Fiskbúð Fúsa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024