Markaðurinn
Selja spriklandi ferska lúðu í miðju lúðuveiðibanni
Það er fátítt að lúða sé í boði á veitingastöðum og hótelum landsins, enda er bannað að veiða lúðu. Í reglugerð sem gerð var árið 2011 er að allar beinar veiðar á lúðu í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar og komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli skal umsvifalaust sleppa henni sé hún lífvænleg.
Matfang tók til starfa í október í fyrra og hefur þjónustað matvörumarkaðinn með sölu á matvörum fyrir veitingamarkaðinn.
Sjá einnig: Matfang er ný heildsala fyrir veitingamarkaðinn og verslanir
Matfang gerði skemmtilegt tilraunaverkefni og flutti inn Sterling lúður nú á dögunum.
„Við tókum prufusendingu heim í vikunni frá Sterling Halibut og dreifðum til nokkurra kokka & veitingastaða sem gefa okkur svo álit í framhaldinu og út frá því tökum við ákvörðun. Auk þess létum við þrjá Kokkalandsliðsmenn: Garðar Kára, Georg og Ylfu fá lúðuna til æfinga en þau keppa í Nordic Chefs Team Challenge á sýningunni Smak 2017 í Osló í febrúar. Sterling lúðan er aðalréttarhráefni þar.“
, sagði Hafliði Halldórsson matreiðslumaður og sölustjóri hjá Matfangi í samtali við veitingageirinn.is.
Það var meðfylgjandi Instagram mynd sem birtist á forsíðu veitingageirinn.is með tagginu #veitingageirinn sem vakti athygli fréttamanns á að forvitnast um lúðuna.
Lúðan er gríðarlega flott, hágæða hráefni, en Matfang velur nákvæmar stærðir og fá sent spriklandi ferska með flugi.
Sjá einnig: Þráinn kíkti til Noregs og skoðaði lúðuna sem notuð verður í Bocuse d´Or
Sterling lúðan er seld fersk víða um heiminn og er sælkera vara. Hún var t.a.m. fiskhráefnið í Bocuse d´Or fyrir sléttum 10 árum og hefur verið fiskhráefnið í Bocuse d´Or Evrópu og Asíu forkeppnum á nýliðnum árum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu