Sigurður Már Guðjónsson
Segir þá sem ekki þekki mun á keilu og skötusel þurfa á endurmenntun að halda

Í nýlegri rannsókn MATÍS kom upp í þremur tilvikum að langa var borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu.
Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, segir að matreiðslumenn sem þekki ekki muninn á keilu og skötusel ættu að fara í endurmenntun. Í nýlegri rannsókn MATÍS kom í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli.
Þetta sagði Níels í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér að neðan.
Sjá einnig: Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur
Hann sagði mikinn verðmun vera á keilu og skötusel. Þá væri erfitt að ruglast á því þar sem bæði væri munur á útliti fisksins og bragði.
„Ef að að matreiðslumenn eru að blöffa viðskiptavini með því að afgreiða keilu í staðinn fyrir skötusel, þá ættu þeir bara að leggja niður starfið held ég. Ef þeir eru hins vegar plataðir af fisksalanum og hann sendir þeim keilu í staðinn fyrir skötusel…þá ættu þeir að fara í endurmenntun eða gera eitthvað slíkt.“
sagði Níels í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagðist ekki trúa því að þetta hafi verið gert vísvitandi.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






