Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Segir þá sem ekki þekki mun á keilu og skötusel þurfa á endurmenntun að halda

Birting:

þann

Skötuselur

Í nýlegri rannsókn MATÍS kom upp í þremur tilvikum að langa var borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu.

Níels Sigurður Olgeirsson

Níels Sigurður Olgeirsson matreiðslumeistari
Mynd: matvis.is

Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, segir að matreiðslumenn sem þekki ekki muninn á keilu og skötusel ættu að fara í endurmenntun. Í nýlegri rannsókn MATÍS kom í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli.

Þetta sagði Níels í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér að neðan.

Sjá einnig: Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur

Hann sagði mikinn verðmun vera á keilu og skötusel. Þá væri erfitt að ruglast á því þar sem bæði væri munur á útliti fisksins og bragði.

„Ef að að matreiðslumenn eru að blöffa viðskiptavini með því að afgreiða keilu í staðinn fyrir skötusel, þá ættu þeir bara að leggja niður starfið held ég. Ef þeir eru hins vegar plataðir af fisksalanum og hann sendir þeim keilu í staðinn fyrir skötusel…þá ættu þeir að fara í endurmenntun eða gera eitthvað slíkt.“

sagði Níels í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagðist ekki trúa því að þetta hafi verið gert vísvitandi.

 

Mynd: úr safni

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið