Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Seðjandi súkkulaðimús yfir hátíðarnar

Birting:

þann

Seðjandi súkkulaðimús yfir hátíðarnar

Höfundur af þessari uppskrift er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður.  Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

Dökk súkkulaðimús
250 g mjólk
330 g dökkt súkkulaði
½ l rjómi
2½ blað matarlím

Hvít súkkulaðimús
140 ml mjólk
1 vanillustöng, tahiti
4 g matarlím, 2-3 blöð
175 g hvítt súkkulaði
190 g rjómi, léttþeyttur

Aðferð:

Dökk súkkulaðimús
Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í.  Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera 40-45 °C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit.

Hvít súkkulaðimús
Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni.  Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimum skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er.

Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali.

Þessi uppskrift er fyrir 6 manns.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið