Bjarni Gunnar Kristinsson
Seðjandi súkkulaðimús yfir hátíðarnar
Höfundur af þessari uppskrift er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Dökk súkkulaðimús
250 g mjólk
330 g dökkt súkkulaði
½ l rjómi
2½ blað matarlím
Hvít súkkulaðimús
140 ml mjólk
1 vanillustöng, tahiti
4 g matarlím, 2-3 blöð
175 g hvítt súkkulaði
190 g rjómi, léttþeyttur
Aðferð:
Dökk súkkulaðimús
Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í. Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera 40-45 °C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit.
Hvít súkkulaðimús
Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimum skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er.
Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali.
Þessi uppskrift er fyrir 6 manns.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Sænsku bollurnar – Semlur