Bjarni Gunnar Kristinsson
Seðjandi súkkulaðimús yfir hátíðarnar
Höfundur af þessari uppskrift er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Dökk súkkulaðimús
250 g mjólk
330 g dökkt súkkulaði
½ l rjómi
2½ blað matarlím
Hvít súkkulaðimús
140 ml mjólk
1 vanillustöng, tahiti
4 g matarlím, 2-3 blöð
175 g hvítt súkkulaði
190 g rjómi, léttþeyttur
Aðferð:
Dökk súkkulaðimús
Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í. Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera 40-45 °C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit.
Hvít súkkulaðimús
Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimum skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er.
Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali.
Þessi uppskrift er fyrir 6 manns.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var