Uppskriftir
Sardínukökur – Uppskrift
Dagur sardínunnar er í dag 24. nóvember og því ber að fagna.
Með fylgir góð uppskrift af Sardínukökum sem er meðhöndlað svipað og krabbakökurnar frægu.
Innihald
600 gr kartöflur
2 x 120 gr dósir af sardínum í olíu
4 msk söxuð steinselja
1 sítróna (lítil), safi og börkur (fíntskorinn)
3 msk majónes
4 msk grískt jógúrt
1 msk hveiti
4 msk matarolía
Grænt salat, og sítrónubátar (til skrauts)
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðanr mjúkar, um það bil 15-20 mínútur í suðu. Á meðan, grófsaxið sardínurnar í skál (það er engin þörf á að fjarlægja beinin þar sem þau eru nógu mjúk til að borða). Blandið saman 3 msk hakkaðri steinselju og helmingnum af sítrónubörkinum og safanum.
Á meðan blandið majónesinu og jógúrtinu saman við afganginn af steinseljunni, sítrónubörkunum og safanum og smá af kryddi að vild.
Skrældu skartöflurnar og stappaðu í grófa kartöflumús. Blandið varlega saman við sardínublönduna og kryddið.
Mótaðu í 8 stórar fiskibollur og veltið upp úr hveitinu og dustið auka hveiti af.
Hitið olíuna á eldfastri pönnu og steikið helminginn af fiskibollunum í 3-4 mínútur á hvorri hlið þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar. Endurtaktu fiskibollurnar sem eftir eru.
Berið fram með sítrónu majónesi, salati og sítrónubátum.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði