Uppskriftir
Sardínukökur – Uppskrift
Dagur sardínunnar er í dag 24. nóvember og því ber að fagna.
Með fylgir góð uppskrift af Sardínukökum sem er meðhöndlað svipað og krabbakökurnar frægu.
Innihald
600 gr kartöflur
2 x 120 gr dósir af sardínum í olíu
4 msk söxuð steinselja
1 sítróna (lítil), safi og börkur (fíntskorinn)
3 msk majónes
4 msk grískt jógúrt
1 msk hveiti
4 msk matarolía
Grænt salat, og sítrónubátar (til skrauts)
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðanr mjúkar, um það bil 15-20 mínútur í suðu. Á meðan, grófsaxið sardínurnar í skál (það er engin þörf á að fjarlægja beinin þar sem þau eru nógu mjúk til að borða). Blandið saman 3 msk hakkaðri steinselju og helmingnum af sítrónubörkinum og safanum.
Á meðan blandið majónesinu og jógúrtinu saman við afganginn af steinseljunni, sítrónubörkunum og safanum og smá af kryddi að vild.
Skrældu skartöflurnar og stappaðu í grófa kartöflumús. Blandið varlega saman við sardínublönduna og kryddið.
Mótaðu í 8 stórar fiskibollur og veltið upp úr hveitinu og dustið auka hveiti af.
Hitið olíuna á eldfastri pönnu og steikið helminginn af fiskibollunum í 3-4 mínútur á hvorri hlið þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar. Endurtaktu fiskibollurnar sem eftir eru.
Berið fram með sítrónu majónesi, salati og sítrónubátum.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan