Uppskriftir
Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum
Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!
Sangria:
Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml
Appelsínusafi, 300 ml
Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk
Brandý, 120 ml + meira eftir smekk
Appelsína, 1 stk
Epli, 1 stk
Jarðarber, 200 g
Bláber, 100 g
Sódavatn, 330 ml
Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.
Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






