Vertu memm

Uppskriftir

Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Birting:

þann

Sangria - Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!

Sangria:

Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml

Appelsínusafi, 300 ml

Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk

Brandý, 120 ml + meira eftir smekk

Appelsína, 1 stk

Epli, 1 stk

Jarðarber, 200 g

Bláber, 100 g

Sódavatn, 330 ml

Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.

Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið