Uppskriftir
Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum
Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!
Sangria:
Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml
Appelsínusafi, 300 ml
Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk
Brandý, 120 ml + meira eftir smekk
Appelsína, 1 stk
Epli, 1 stk
Jarðarber, 200 g
Bláber, 100 g
Sódavatn, 330 ml
Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.
Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






