Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samstarfssamningur á milli KM og Hótel & Matvælaskólans
Fimmtudaginn 15. september síðastliðin, undirritaði skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson, samstarfssamning milli skólans og klúbbsins. Um er að ræða samstarfssamning þar sem skólinn tekur að sér að halda utan um bókasafn klúbbsins og verður það vistað í bókasafni skólans. Mun þetta auðvelda bæði nemendum og félögum klúbbs matreiðslumeistara aðgengi að þeim gögnum sem klúbburinn á.
Einnig er um að ræða samstarfssamning vegna æfinga klúbbsins fyrir keppni erlendis, svo og nemakeppni og undankeppni fyrir matreiðslumann ársins og fleira ásamt því að veita landsliði matreiðslumanna húsnæði undir æfingar ofl.. Lýstu félagar klúbbs matreiðslumeistara og verknámskennara skólans ánægju sinni með samninginn við undirritun hans, sem fram fór í verklegri æfingu nemenda á þriðju önn í matreiðslu og framreiðslu. Var boðið upp á þriggja rétta máltíð og kaffi og konfekt sem nemendur í bakariðn löguðu sérstaklega fyrir kvöldverðinn.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






