Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Samstarfssamningur á milli KM og Hótel & Matvælaskólans

Birting:

þann

Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson undirrita samning

Fimmtudaginn 15. september síðastliðin, undirritaði skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson, samstarfssamning milli skólans og klúbbsins. Um er að ræða samstarfssamning þar sem skólinn tekur að sér að halda utan um bókasafn klúbbsins og verður það vistað í bókasafni skólans. Mun þetta auðvelda bæði nemendum og félögum klúbbs matreiðslumeistara aðgengi að þeim gögnum sem klúbburinn á.

Einnig er um að ræða samstarfssamning vegna æfinga klúbbsins fyrir keppni erlendis, svo og nemakeppni og undankeppni fyrir matreiðslumann ársins og fleira ásamt því að veita landsliði matreiðslumanna húsnæði undir æfingar ofl.. Lýstu félagar klúbbs matreiðslumeistara og verknámskennara skólans ánægju sinni með samninginn við undirritun hans, sem fram fór í verklegri æfingu nemenda á þriðju önn í matreiðslu og framreiðslu. Var boðið upp á þriggja rétta máltíð og kaffi og konfekt sem nemendur í bakariðn löguðu sérstaklega fyrir kvöldverðinn.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið