Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samstarfssamningur á milli KM og Hótel & Matvælaskólans
Fimmtudaginn 15. september síðastliðin, undirritaði skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson, samstarfssamning milli skólans og klúbbsins. Um er að ræða samstarfssamning þar sem skólinn tekur að sér að halda utan um bókasafn klúbbsins og verður það vistað í bókasafni skólans. Mun þetta auðvelda bæði nemendum og félögum klúbbs matreiðslumeistara aðgengi að þeim gögnum sem klúbburinn á.
Einnig er um að ræða samstarfssamning vegna æfinga klúbbsins fyrir keppni erlendis, svo og nemakeppni og undankeppni fyrir matreiðslumann ársins og fleira ásamt því að veita landsliði matreiðslumanna húsnæði undir æfingar ofl.. Lýstu félagar klúbbs matreiðslumeistara og verknámskennara skólans ánægju sinni með samninginn við undirritun hans, sem fram fór í verklegri æfingu nemenda á þriðju önn í matreiðslu og framreiðslu. Var boðið upp á þriggja rétta máltíð og kaffi og konfekt sem nemendur í bakariðn löguðu sérstaklega fyrir kvöldverðinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi