Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samstarfssamningur á milli KM og Hótel & Matvælaskólans
Fimmtudaginn 15. september síðastliðin, undirritaði skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson, samstarfssamning milli skólans og klúbbsins. Um er að ræða samstarfssamning þar sem skólinn tekur að sér að halda utan um bókasafn klúbbsins og verður það vistað í bókasafni skólans. Mun þetta auðvelda bæði nemendum og félögum klúbbs matreiðslumeistara aðgengi að þeim gögnum sem klúbburinn á.
Einnig er um að ræða samstarfssamning vegna æfinga klúbbsins fyrir keppni erlendis, svo og nemakeppni og undankeppni fyrir matreiðslumann ársins og fleira ásamt því að veita landsliði matreiðslumanna húsnæði undir æfingar ofl.. Lýstu félagar klúbbs matreiðslumeistara og verknámskennara skólans ánægju sinni með samninginn við undirritun hans, sem fram fór í verklegri æfingu nemenda á þriðju önn í matreiðslu og framreiðslu. Var boðið upp á þriggja rétta máltíð og kaffi og konfekt sem nemendur í bakariðn löguðu sérstaklega fyrir kvöldverðinn.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas