Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samstarfssamningur á milli KM og Hótel & Matvælaskólans
Fimmtudaginn 15. september síðastliðin, undirritaði skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, og forseti klúbbs matreiðslumeistara, Gissur Guðmundsson, samstarfssamning milli skólans og klúbbsins. Um er að ræða samstarfssamning þar sem skólinn tekur að sér að halda utan um bókasafn klúbbsins og verður það vistað í bókasafni skólans. Mun þetta auðvelda bæði nemendum og félögum klúbbs matreiðslumeistara aðgengi að þeim gögnum sem klúbburinn á.
Einnig er um að ræða samstarfssamning vegna æfinga klúbbsins fyrir keppni erlendis, svo og nemakeppni og undankeppni fyrir matreiðslumann ársins og fleira ásamt því að veita landsliði matreiðslumanna húsnæði undir æfingar ofl.. Lýstu félagar klúbbs matreiðslumeistara og verknámskennara skólans ánægju sinni með samninginn við undirritun hans, sem fram fór í verklegri æfingu nemenda á þriðju önn í matreiðslu og framreiðslu. Var boðið upp á þriggja rétta máltíð og kaffi og konfekt sem nemendur í bakariðn löguðu sérstaklega fyrir kvöldverðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum