Uppskriftir
Saltkjöt og baunir
Innihald:
6 dl gular hálfbaunir
1 L kalt vatn til að leggja baunirnar í bleyti í
1 kg saltkjöt
1 stk meðalstór laukur
1 stk lárviðarlauf
Aðferð:
Gott er að afvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir.
Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn og látið standa í ca. 12 klst. Hellið þá á sigti og látið renna af þeim.
Hitið l og 1/2 L af vatni, setjið baunirnar í, látið sjóða.
Við suðu kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af.
Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk og grófsaxið og setjið í ásamt lárviðarlauf í.
Sjóðið við hægan hita í um 1 klst klst. Fleytið froðuna sem myndast ofan af.
Gott er að hafa rófur, gulrætur og kartöflur sem meðlæti.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið