Uppskriftir
Saltkjöt og baunir
Innihald:
6 dl gular hálfbaunir
1 L kalt vatn til að leggja baunirnar í bleyti í
1 kg saltkjöt
1 stk meðalstór laukur
1 stk lárviðarlauf
Aðferð:
Gott er að afvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir.
Leggið baunirnar í bleyti í kalt vatn og látið standa í ca. 12 klst. Hellið þá á sigti og látið renna af þeim.
Hitið l og 1/2 L af vatni, setjið baunirnar í, látið sjóða.
Við suðu kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af.
Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk og grófsaxið og setjið í ásamt lárviðarlauf í.
Sjóðið við hægan hita í um 1 klst klst. Fleytið froðuna sem myndast ofan af.
Gott er að hafa rófur, gulrætur og kartöflur sem meðlæti.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur