Vertu memm

Uppskriftir

Salat með sýrðri olíudressingu

Birting:

þann

Salat með sýrðri olíudressingu

Fyrir 4

2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur

Salat með sýrðri olíudressingu

Aðferð:

Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið ískál.
Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið

Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti.

Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið