Uppskriftir
Salat með sýrðri olíudressingu
Fyrir 4
2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur
Aðferð:
Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið ískál.
Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið
Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti.
Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.
Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi