Uppskriftir
Sænskur Hamborgarhryggur ásamt meðlæti
Hamborgarhryggur
1,5 kg hamborgarhryggur
Setjið kjötið í plastinu í pott með köldu vatni. Látið suðu koma upp. Sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Dragið til hliðar. Látið standa í potti í hálftíma. Takið úr potti og plasti og þerrið. Setjið í ofnskúffu smurt með sinnepshjúpi. Stráið möndluflögum yfir. Bakið í forhituðum ofni við 180°C í 15 mínútur. Takið úr ofni. Látið standa í 6 til 8 mínútur, skerið svo; safinn helst þá betur.
Sinnepshjúpur
4 msk. Dijon-sinnep
4 msk. púðursykur
1 msk. hunang
8 msk. brauðrasp
Blandið öllu saman.
Eplasalat
2 stk. græn epli
2 msk. flórsykur
2 msk. hnetusmjör (crunchy)
½ bolli sýrður rjómi
½ bolli þeyttur rjómi
Valhnetur til skrauts
Blandið saman sýrðum rjóma, hnetusmjöri og flórsykri. Bætið við þeyttum rjóma og kjarnahreinsuðum, niðurskornum eplum.
Setjið í skál og skreytið með valhnetum.
Fylltar kartöflur
6 stk. bökunarkartöflur
25 g smjör
2 msk. saxaður ferskur graslaukur
2 msk. saxað ferskt kóríander
1 tómatur, saxaður fínt
1 dl rjómi
Mozzarella, rifinn ostur eftir smekk
Bakið kartöflur í ofni í um 40 mínútur.
Takið út; skerið hálfkældar í tvennt, takið innan úr þeim og setjið í skál. Setjið smjör í pott, léttsteikið kryddjurtir, bætið tómati, rjóma og kartöflumauki út í og blandið saman.
Kryddið til með salti og pipar. Sprautið með sprautupoka aftur í kartöfluskeljarnar. Stráið mozzarella-osti yfir. Bakið í ofni þar til kartöflur eru gullinbrúnar.
Rauðkál
½ rauðkálshaus, skerið stilkinn frá og blöðin í strimla
½ L vatn
1 dl eplaedik
4 msk. sykur
½ tsk. salt
Dijon sinnepssósa
1 peli rjómi
4-6 msk. Dijon-sinnep
Salt og pipar
Setjið rjóma í pott. Látið suðu koma upp. Bætið sinnepi út í. Smakkið til með salti og pipar. Hitið sósu í gegn.
Athugið að sinnep gerir hana þykka.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi