Vertu memm

Keppni

Sænska Kokkalandsliðið eru heimsmeistarar – Ísland í 7. til 9. sæti

Birting:

þann

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Sænska Kokkalandsliðið fagnar vel og innilega.
Mynd: facebook / Svenska Kocklandslaget

Það var Sænska Kokkalandsliðið sem sigraði heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem haldin var í Luxexpo keppnishöllinni í Lúxemborg í nóvember s.l.

29 kokkalandslið tóku þátt í heimsmeistarakeppninni þar sem keppt var í bæði heitum og köldum mat.  Þar af kepptu þrjár þjóðir aðeins í heita matnum sem voru Ísland, Malasía og Skotland.  Eins og kunnugt er þá vann Íslenska Kokkalandsliðið til gullverðlauna fyrir heita matinn.

Fréttayfirlit: Kokkalandsliðið

Í heita matnum voru heildarstigin eftirfarandi:

Svíþjóð – 95.750

Noregur – 93.000

Singapúr – 91.740

Finnland – 91.210

Tékkland- 90.800

Sviss – 90.070

Ísland, Hong Kong og Danmörk voru jöfn að stigum með 90.000.  Aðrar þjóðir voru með frá 67.270 til 89.352 í heita matnum.

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Forsetafrúin Eliza Reid og Íslenska Kokkalandsliðið við heimkomuna í höfuðstöðvum MATVÍS. Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

Vídeó

Svipmyndir frá Sænska Kokkalandsliðinu:

Öll úrslitin

Hér að neðan eru úrslitin frá öllum keppnunum sem haldnar voru samhliða heimsmeistarakeppninni:

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar