Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sælkerabúð Slippsins opnar í desember
Síðastliðna daga hafa eigendur Slippsins í Vestmannaeyjum unnið hörðum höndum að breyta veitingarými ÉTA að Strandvegi 79 í sælkerabúð Slippsins.
Opnað verður snemma í desember og verður búðin opin fram að áramótum.
Ferskur fiskur og fiskréttir, gómgleðjandi ostar, gæða hráskinkur og meyrnað kjöt ásamt nokkrum gæðavörum í bland verður í boði í sælkerabúðinni.
„Við höfum fengið til liðs við okkur Eirný Ostasérfræðing sem oft hefur verið kennd við Ljúfmetisverslunina Búrið og Matarmarkað Íslands sem hún hefur stjórnað um árabil sem ætlar að vera okkur innan handar. Ekki hægt að fá betri reynslu inn í fjölskyldufyrirtækið okkar.“
Segir í tilkyningu frá Slippnum.
Hægt verður að panta sérlagað Nauta wellington fyrir jól og áramót, ásamt mismunandi týpum af gröfnum laxi, hinni víðfrægu humarsúpu Slippsins, súkkulaðimús svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: facebook / Slippurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann