Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sælkerabúð Slippsins opnar í desember

Eigendur Slippsins
Auðunn Arnar Stefnisson, Katrín Gísladóttir, Indíana Auðunsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson
Síðastliðna daga hafa eigendur Slippsins í Vestmannaeyjum unnið hörðum höndum að breyta veitingarými ÉTA að Strandvegi 79 í sælkerabúð Slippsins.
Opnað verður snemma í desember og verður búðin opin fram að áramótum.
Ferskur fiskur og fiskréttir, gómgleðjandi ostar, gæða hráskinkur og meyrnað kjöt ásamt nokkrum gæðavörum í bland verður í boði í sælkerabúðinni.
„Við höfum fengið til liðs við okkur Eirný Ostasérfræðing sem oft hefur verið kennd við Ljúfmetisverslunina Búrið og Matarmarkað Íslands sem hún hefur stjórnað um árabil sem ætlar að vera okkur innan handar. Ekki hægt að fá betri reynslu inn í fjölskyldufyrirtækið okkar.“
Segir í tilkyningu frá Slippnum.
Hægt verður að panta sérlagað Nauta wellington fyrir jól og áramót, ásamt mismunandi týpum af gröfnum laxi, hinni víðfrægu humarsúpu Slippsins, súkkulaðimús svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: facebook / Slippurinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?