Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Sælkerabúð Slippsins opnar í desember

Eigendur Slippsins
Auðunn Arnar Stefnisson, Katrín Gísladóttir, Indíana Auðunsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson
Síðastliðna daga hafa eigendur Slippsins í Vestmannaeyjum unnið hörðum höndum að breyta veitingarými ÉTA að Strandvegi 79 í sælkerabúð Slippsins.
Opnað verður snemma í desember og verður búðin opin fram að áramótum.
Ferskur fiskur og fiskréttir, gómgleðjandi ostar, gæða hráskinkur og meyrnað kjöt ásamt nokkrum gæðavörum í bland verður í boði í sælkerabúðinni.
„Við höfum fengið til liðs við okkur Eirný Ostasérfræðing sem oft hefur verið kennd við Ljúfmetisverslunina Búrið og Matarmarkað Íslands sem hún hefur stjórnað um árabil sem ætlar að vera okkur innan handar. Ekki hægt að fá betri reynslu inn í fjölskyldufyrirtækið okkar.“
Segir í tilkyningu frá Slippnum.
Hægt verður að panta sérlagað Nauta wellington fyrir jól og áramót, ásamt mismunandi týpum af gröfnum laxi, hinni víðfrægu humarsúpu Slippsins, súkkulaðimús svo eitthvað sé nefnt.
Mynd: facebook / Slippurinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










