Uppskriftir
Rouille – sósa
Þessi sósa er yfirleitt framreidd með Bouillabaisse-súpu á brauðsnittu. Rouille þýðir „ryð“ á íslensku og er því vísað til lits sósunnar, en hún á að vera ryð-rauð að lit.
Hráefni:
2 stk hreinsaðir chilipipar
4 stk hvítlauksgeirar
100 ml extra virgin ólífuolía
1 eggjarauða
3 franskbrauðsneiðar á skorpu
1 tsk sjávarsalt
1 tsk litsterkt paprikuduft
50 ml bouillabaisse-soð
Aðferð:
Saxið chili og hvítlauksgeira. Setjið í mortel ásamt salti, 1 msk af olíu og paprikuduft. Merjið í fínt mauk. Bleytið brauð í heitu fiskisoði og kreystið síðan mesta vökvann frá.
Blandið saman við maukið og hrærið olíunni saman við ásamt eggjarauðu. Hrærið saman flauelsmjúka sósu. Gæti þurft að þynna út með soði. Sósan á að þannig þykk að hún standi sér á brauðsnittu.
Sjá einnig:
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði