Uppskriftir
Rouille – sósa
Þessi sósa er yfirleitt framreidd með Bouillabaisse-súpu á brauðsnittu. Rouille þýðir „ryð“ á íslensku og er því vísað til lits sósunnar, en hún á að vera ryð-rauð að lit.
Hráefni:
2 stk hreinsaðir chilipipar
4 stk hvítlauksgeirar
100 ml extra virgin ólífuolía
1 eggjarauða
3 franskbrauðsneiðar á skorpu
1 tsk sjávarsalt
1 tsk litsterkt paprikuduft
50 ml bouillabaisse-soð
Aðferð:
Saxið chili og hvítlauksgeira. Setjið í mortel ásamt salti, 1 msk af olíu og paprikuduft. Merjið í fínt mauk. Bleytið brauð í heitu fiskisoði og kreystið síðan mesta vökvann frá.
Blandið saman við maukið og hrærið olíunni saman við ásamt eggjarauðu. Hrærið saman flauelsmjúka sósu. Gæti þurft að þynna út með soði. Sósan á að þannig þykk að hún standi sér á brauðsnittu.
Sjá einnig:
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla