Smári Valtýr Sæbjörnsson
Röstin við Garðskagavita – Veitingarýni
Hef farið nokkrum sinnum í hádeginu á veitingastaðinn Röstina, sem nýju rekstraraðilarnir Jóhann Ísberg og Sigurður Þorsteinsson hafa verið að byggja upp frá því í fyrra vor. Röstin er staðsett á efri hæð hússins sem hýsir Byggðasafnið við Garðskagavita.
„Alveg ágætis réttur. Lærið á kjúklingnum notað og kjötið mjög meyrt og bragðgott. Sá reyndar fyrir mér að fá heita sveppasósu, en þessi kalda var engu að síður góð.“
Öll skiptin sem ég og sessunautur minn höfum mætt, þá hefur staðurinn verið tómur. Þjónustan í meðallagi, hnífapörin gleymdust, engin músík, ómur af fréttum frá tölvu þjónsins. Þó við værum bara tvö í salnum, þá var þjónninn stundum of upptekinn við að vera í tölvunni en að fylgjast með salnum. Eitt skiptið var ekki hægt að kaupa hamborgara af því að kokkurinn var veikur, en hann kemur alltaf með ferskt með sér að sögn þjónsins.
Þó svo nokkrir hnökrar séu þjónustinni á Röstinni, þá fær staðurinn góða dóma hjá mér. Hlýlegur staður með dúkum, viðarklæðningu á völdum veggjum, góðum mat og stórkostlegu útsýni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri