Smári Valtýr Sæbjörnsson
Röstin við Garðskagavita – Veitingarýni
Hef farið nokkrum sinnum í hádeginu á veitingastaðinn Röstina, sem nýju rekstraraðilarnir Jóhann Ísberg og Sigurður Þorsteinsson hafa verið að byggja upp frá því í fyrra vor. Röstin er staðsett á efri hæð hússins sem hýsir Byggðasafnið við Garðskagavita.
„Alveg ágætis réttur. Lærið á kjúklingnum notað og kjötið mjög meyrt og bragðgott. Sá reyndar fyrir mér að fá heita sveppasósu, en þessi kalda var engu að síður góð.“
Öll skiptin sem ég og sessunautur minn höfum mætt, þá hefur staðurinn verið tómur. Þjónustan í meðallagi, hnífapörin gleymdust, engin músík, ómur af fréttum frá tölvu þjónsins. Þó við værum bara tvö í salnum, þá var þjónninn stundum of upptekinn við að vera í tölvunni en að fylgjast með salnum. Eitt skiptið var ekki hægt að kaupa hamborgara af því að kokkurinn var veikur, en hann kemur alltaf með ferskt með sér að sögn þjónsins.
Þó svo nokkrir hnökrar séu þjónustinni á Röstinni, þá fær staðurinn góða dóma hjá mér. Hlýlegur staður með dúkum, viðarklæðningu á völdum veggjum, góðum mat og stórkostlegu útsýni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði