Uppskriftir
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti
Fyrir 6
Innihald
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
1 stk sveppateningur
250 gr sveppir
1 msk smjör
5 dl rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar
6 cl sherry eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjör
6 msk rifinn villisveppaostur
Aðferð
Bræðið smjörið og bætið í hveiti hrærið vel saman. Setjið saman við vatn og mjólk. Sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sherry eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið í miðju disksins ásamt 1 msk af rifnum villisveppaosti. Hellið súpunni í diskinn og berið fram.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur