Uppskriftir
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti
Fyrir 6
Innihald
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
1 stk sveppateningur
250 gr sveppir
1 msk smjör
5 dl rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar
6 cl sherry eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjör
6 msk rifinn villisveppaostur
Aðferð
Bræðið smjörið og bætið í hveiti hrærið vel saman. Setjið saman við vatn og mjólk. Sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sherry eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið í miðju disksins ásamt 1 msk af rifnum villisveppaosti. Hellið súpunni í diskinn og berið fram.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun