Uppskriftir
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti
Fyrir 6
Innihald
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
1 stk sveppateningur
250 gr sveppir
1 msk smjör
5 dl rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar
6 cl sherry eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjör
6 msk rifinn villisveppaostur
Aðferð
Bræðið smjörið og bætið í hveiti hrærið vel saman. Setjið saman við vatn og mjólk. Sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sherry eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið í miðju disksins ásamt 1 msk af rifnum villisveppaosti. Hellið súpunni í diskinn og berið fram.

Árni Þór Arnórsson
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






