Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Rizzo pizza lokar og nýr veitingastaður Primo opnar á sama stað í nóvember
Rizzo pizza á Grensásvegi var lokað á miðvikudaginn síðastliðinn og hófust niðurrif og framkvæmdir strax, en stefnt er að opna nýjan veitingastað sem hefur fengið nafnið Primo. Eigandi af Primo er Haukur Víðisson matreiðslumeistari og kemur Leifur Welding til með að hafa yfirumsjón með breytingum.
Primo verður nútímalegur og töff en jafnframt hlýr og notalegur og er staðurinn hugsaður sem mjög óformlegur ( casual ) og í ódýrari kantinum og tekur um 80 manns í sæti.
Léttvín á vægu verði og maturinn að ítölskum hætti, eldhús með spennandi ítölskum réttum jafnt sem ítalskar eldbakaðar sælkerapizzur, en áætlað er að opna staðinn í byrjun nóvember.
Ég er á leiðinni til Rómar með yfirmatreiðslumanni staðarins til að skoða skemmtilega veitingastaði þar
, sagði Haukur hress í samtali við veitingageirinn.is, en yfirmatreiðslumaður Primo er Kristinn Snær Steingrímsson.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn