Nemendur & nemakeppni
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
Nú í vikunni var Reynir Grétarsson, matreiðslumeistari og veitingamaður á kaffi- og veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum á Akureyri, með fræðsluerindi á matvæla- og ferðamálabraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri um súkkulaðigerð. Á fyrirlesturinn hlýddu nemendur í þriðja bekk í matreiðslu.
Reynir er 32 ára Akureyringur. Á sínum tíma lærði hann matreiðslu á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri. Náminu lauk hann árið 2012 og tók meistararéttindi í matreiðslu í framhaldinu. Í tvö ár bjó Reynir í Malmö í Svíþjóð og starfaði þar á veitingastaðnum Bloom in the Park. Hann sneri síðan aftur til Íslands og hóf störf sem framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Omnom í Reykjavík, sem var stofnað árið 2013 og er eina súkkulaðigerðin á Íslandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á svokölluðu „baun í bita“ (e. from bean to bar) súkkulaði.
Árið 2022 flutti Reynir aftur í heimabæinn og hóf rekstur á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum á Akureyri og er óhætt að segja að hann hafi náð að festa staðinn rækilega í sessi.
Í fyrirlestri sínum í gær fór Reynir yfir margt áhugavert úr heimi súkkulaðsins og það fór ekkert á milli mála að framleiðsla þess er ekkert síður spennandi vísindagrein en vínræktun. Það er hreint ekki sama hvernig hráefnið er meðhöndlað, ákveðnar kakóbaunir, sem eru lykillinn að góðu súkkulaði, eru betri en aðrar. Helstu kakóbaunaræktarlöndin eru á belti beggja vegna miðbaugs enda er sól og sumar eitt af lykilatriðunum í góðri uppskeru kakóbauna. Í fyrirlestrinum nefndi Reynir þrjú lönd í þessu sambandi; miðameríkuríkið Nicaragua, Tansaníu í austanverðri Afríku og Madagascar – eyjuna úti fyrir suðaustanverðri Afríku.
Reynir var með nokkrar mismunandi tegundir af súkkulaði frá Omnon sem hann bauð nemendum að gæða sér á og síðan spunnust skemmtilegar umræður um eitt og annað að baki hverri tegund.
Myndir: vma.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið