Smári Valtýr Sæbjörnsson
Reykjavík Cocktail Club POP-UP kvöld í kjallaranum á 101 Hóteli
Á morgun fimmtudaginn 12. maí heldur Reykjavík Cocktail Club POP-UP kvöld í kjallaranum á 101 Hóteli, nánar tiltekið í rauða herberginu.
Stefna er að vera með mánaðarlegan viðburð þar sem 2 barþjónar af mismunandi stöðum í bænum leiða saman hesta sína og gera lítinn seðil.
Hér er klárlega vettvangur fyrir fólk í bransanum og aðra sem hafa áhuga á því að sjá hvað aðrir barþjónar eru að gera, hittast, smakka og spjalla.
Fyrsta kvöldið verður í höndum Frans Magnússonar af Tivoli Bar og Vilhjálms R. Vilhjálmssonar af Hlemmi Square sem ætla að útbúa drykki ofan í gesti, eins og áður segir á morgun fimmtudaginn 12. maí.
Hvetjum alla til að mæta!
Facebook viðburður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu