Kristinn Frímann Jakobsson
Raunveruleikasjónvarp á Kaffi Krók
Þessa dagana er hópur á vegum þýskrar sjónvarpsstöðvar staddur í Skagafirði við gerð raunveruleikaþátta þar sem fjórir kokkanemar spreyta sig í matargerð. Þeir munu sjá um veitingastaðinn Kaffi Krók næstu vikuna og elda fyrir gesti og gangandi. Eru bæjarbúar hvattir til að líta við og smakka afraksturinn.
Að sögn Írisar Sveinsdóttur, sem er hópnum til aðstoðar meðan þau dvelja hér á landi, komu kvikmyndagerðarmenn til landsins fyrr í sumar og skoðaðu ýmsa staði. Leist þeim best á Sauðárkrók og var það úr að upptökur færu fram á Kaffi Krók, í góðu samstarfi við Kristínu Magnúsdóttur eiganda staðarins, að því er fram kemur á heimasíðu feykir.is
Þátttakendur eru fjórir ungir kokkanemar og vissu þau einungis að ferðinni væri heitið til Íslands, en ekki hvert. Auk eldamennskunnar á Kaffi krók þurfa þau að leysa ýmis verkefni. Í síðustu viku þegar Feyki bar að garði voru þau t.a.m. búin að fara út á Fjörð og veiða og ná í lambakjöt beint frá býli.
Eiga þau einkum að kynna sér íslenska matarmenningu og spreyta sig á því að elda úr íslensku hráefni.
Mynd: feykir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða