Keppni
Presturinn kom sá og sigraði | „… séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni“
Fyrri dagurinn á MATUR-INN fór fram í gær föstudag í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um 30 sýnendur taka þátt í sýningunni allt frá smáframleiðendum og upp í stórfyrirtæki. Stærsti viðburður dagsins var súpukeppni sem Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi stýrði, sem var á milli þekktra einstaklinga.
Þeir sem kepptu voru:
Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju
Mikið keppnisskap var hjá öllum keppendum og stóðu þeir sig vel bakvið eldavélina. Sá sem sigraði súpukeppnina var Sóknarpresturinn Svavar Alfreð Jónsson sem gerði fiskisúpu með laxi, steinbít og reyktri ýsu og óskum við honum til hamingju með sigurinn.
Hægt er að lesa uppskrift af sigursúpunni með því að smella hér.
Það mátti lesa fjölmörg gullkorn á facebook stöðu Þórgnýr Dýrfjörðs keppinaut Svavars eftir keppnina, en þar skrifaði hann:
og séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni. Mín var samt afbragð.
Fleiri skrifuðu þá:
– Þegar menn geta haft oblátur með súpunni keppir enginn við þá
– Og dómnefndinni er tryggð eilíf sæluvist. Þannig er nú það
– Var þetta bara ein líkfylgd frá upphafi til enda….?
– Hann hefur notað vígt vatn. Ekkert að marka.
Í dag laugardag eru tvær keppnir, nemakeppnin kl. 13 og dömulegur eftirréttur kl. 15.
Fylgist vel með hér á veitingagerinn.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nemendur & nemakeppni7 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF