Vertu memm

Keppni

Presturinn kom sá og sigraði | „… séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni“

Birting:

þann

Keppendur

Keppendur

Fyrri dagurinn á MATUR-INN fór fram í gær föstudag í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um 30 sýnendur taka þátt í sýningunni allt frá smáframleiðendum og upp í stórfyrirtæki. Stærsti viðburður dagsins var súpukeppni sem Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi stýrði, sem var á milli þekktra einstaklinga.

Þeir sem kepptu voru:

Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju

Mikið keppnisskap var hjá öllum keppendum og stóðu þeir sig vel bakvið eldavélina. Sá sem sigraði súpukeppnina var Sóknarpresturinn Svavar Alfreð Jónsson sem gerði fiskisúpu með laxi, steinbít og reyktri ýsu og óskum við honum til hamingju með sigurinn.

Hægt er að lesa uppskrift af sigursúpunni með því að smella hér.

Dómarar að störfum í súpukeppninni

Dómarar að störfum í súpukeppninni

Það mátti lesa fjölmörg gullkorn á facebook stöðu Þórgnýr Dýrfjörðs keppinaut Svavars eftir keppnina, en þar skrifaði hann:

og séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni. Mín var samt afbragð.

Fleiri skrifuðu þá:

– Þegar menn geta haft oblátur með súpunni keppir enginn við þá
– Og dómnefndinni er tryggð eilíf sæluvist. Þannig er nú það
– Var þetta bara ein líkfylgd frá upphafi til enda….?
– Hann hefur notað vígt vatn. Ekkert að marka.

Í dag laugardag eru tvær keppnir, nemakeppnin kl. 13 og dömulegur eftirréttur kl. 15.

Fylgist vel með hér á veitingagerinn.is.

 

/Kristinn

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið