Smári Valtýr Sæbjörnsson
Perlan í Lækjarbrekku
Veitingahúsið Perlan ehf. hefur fest kaup á rekstri Lækjarbrekku við Bankastræti og tekur við honum 1. janúar 2017.
Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður sagði að rekstrinum í Perlunni ljúki á gamlárskvöld með 650 manna áramótaveislu. Veitingahúsið Perlan var opnað 21. júní 1991, fyrir rúmum 25 árum, og hefur notið mikilla vinsælda. Perlan hefur verið nær fullbókuð allan nóvember og desember.
„Fólk fylkti liði til að kveðja staðinn sinn þegar fréttist að það ætti að loka honum“
, sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
Í umfjöllun um vistaskiptin í Morgunblaðinu í dag segir hann það leggjast vel í sig að hefja aftur rekstur í miðbænum enda var Bjarni með rekstur þar samfellt í 41 ár, m.a. í Brauðbæ, Hóteli Óðinsvéum og á Prikinu.
Mynd: laekjarbrekka.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






