Smári Valtýr Sæbjörnsson
Perlan í Lækjarbrekku
Veitingahúsið Perlan ehf. hefur fest kaup á rekstri Lækjarbrekku við Bankastræti og tekur við honum 1. janúar 2017.
Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður sagði að rekstrinum í Perlunni ljúki á gamlárskvöld með 650 manna áramótaveislu. Veitingahúsið Perlan var opnað 21. júní 1991, fyrir rúmum 25 árum, og hefur notið mikilla vinsælda. Perlan hefur verið nær fullbókuð allan nóvember og desember.
„Fólk fylkti liði til að kveðja staðinn sinn þegar fréttist að það ætti að loka honum“
, sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
Í umfjöllun um vistaskiptin í Morgunblaðinu í dag segir hann það leggjast vel í sig að hefja aftur rekstur í miðbænum enda var Bjarni með rekstur þar samfellt í 41 ár, m.a. í Brauðbæ, Hóteli Óðinsvéum og á Prikinu.
Mynd: laekjarbrekka.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






