Vertu memm

Food & fun

Paul Cunningham – Grillið

Birting:

þann

Paul Cunningham - Grillið

Þetta er annað árið í röð sem Paul kemur á Food and Fun hátíðina og er mikil gleði að fá hann aftur, því í fyrra var þetta einn af þeim betri matseðlum sem ég smakkaði. Það er alltaf mjög skemmtilegt í kringum Paul, mikil gleði og hasar en á sama tíma alltaf einhver kjánaskapur.

Hann ólst upp í Essex í Englandi en eftir misheppnaðar tilraunir sem listamaður og dansari ákvað hann að hans köllun í lífinu væri að elda fyrir fólk. Hann byrjaði að vinna fyrir sér á pub sem fjölskylduvinur átti en eftir að hann kynntist konu sinn sem er dönsk flutti hann til Danmerkur þar sem hann fór að vinna á Söllerröd Kro og svo Formel B.

Árið 2003 opnaði hann svo The Paul inn í Tívolí í kóngsins Köben sem fékk michelin stjörnu 9 mánuðum seinna. Árið 2011 ákvað hann að loka staðnum og flytja í sveitina fjarri skarkala borgarinnar og er núna yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á vestur Jótlandi.

Matseðill kvöldsins hljómaði svo:

Frábær leið til að starta kvöldinu, yndislegt hreint

Reykt Klaustursbleikja, ostrukrem, agúrka

Reykt Klaustursbleikja, ostrukrem, agúrka

Mjög hreint og gott bragð

Þorskur, súrmjólk, vatnakarsi & brauð

Þorskur, súrmjólk, vatnakarsi & brauð

Gott bragð sem bættu hvort annað upp. Minnti smá á hamsatólg, á góðan hátt

Nautalund, reyktur mergur, laukur & kaffi

Nautalund, reyktur mergur, laukur & kaffi

Frábært reykta bragðið í mergnum, góða sósan og fullkomin eldun á kjöti, laukurinn var sælgæti

 

Gamaldags rjómaís, saltkaramella

Gamaldags rjómaís, saltkaramella

Gamaldags rjómaís, saltkaramella

Gamaldags rjómaís, saltkaramella

Besti ís sem ég hef fengið í langan tíma, vel sölt karamella

Gulur snjór

Gulur snjór

Ferskur endir á góðu kvöldi, hefði hugsanlega viljað fá þennan rétt á undan ísnum en góður var hann

Wiský súkkó truffluband og stökkar magdalenur

Wiský súkkó truffluband og stökkar magdalenur

Sætur endir á flottum kvöldverði

Eftir að hafa þakkað fyrir okkur gengum við með bros á vöru út og nutum að horfa á norðurljósin dansa í tunglsljósinu. Þökkum þeim á Grillinu kærlega fyrir okkur.

 

Myndir: Matthías

/Hinrik

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar