Food & fun
Paul Cunningham – Grillið
Þetta er annað árið í röð sem Paul kemur á Food and Fun hátíðina og er mikil gleði að fá hann aftur, því í fyrra var þetta einn af þeim betri matseðlum sem ég smakkaði. Það er alltaf mjög skemmtilegt í kringum Paul, mikil gleði og hasar en á sama tíma alltaf einhver kjánaskapur.
Hann ólst upp í Essex í Englandi en eftir misheppnaðar tilraunir sem listamaður og dansari ákvað hann að hans köllun í lífinu væri að elda fyrir fólk. Hann byrjaði að vinna fyrir sér á pub sem fjölskylduvinur átti en eftir að hann kynntist konu sinn sem er dönsk flutti hann til Danmerkur þar sem hann fór að vinna á Söllerröd Kro og svo Formel B.
Árið 2003 opnaði hann svo The Paul inn í Tívolí í kóngsins Köben sem fékk michelin stjörnu 9 mánuðum seinna. Árið 2011 ákvað hann að loka staðnum og flytja í sveitina fjarri skarkala borgarinnar og er núna yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á vestur Jótlandi.
Matseðill kvöldsins hljómaði svo:
- Henne charcuterie
- Brauð og sósa með Henne charcuterie
- Henne charcuterie
Frábær leið til að starta kvöldinu, yndislegt hreint
Mjög hreint og gott bragð
Gott bragð sem bættu hvort annað upp. Minnti smá á hamsatólg, á góðan hátt
Frábært reykta bragðið í mergnum, góða sósan og fullkomin eldun á kjöti, laukurinn var sælgæti
Besti ís sem ég hef fengið í langan tíma, vel sölt karamella
Ferskur endir á góðu kvöldi, hefði hugsanlega viljað fá þennan rétt á undan ísnum en góður var hann
Sætur endir á flottum kvöldverði
Eftir að hafa þakkað fyrir okkur gengum við með bros á vöru út og nutum að horfa á norðurljósin dansa í tunglsljósinu. Þökkum þeim á Grillinu kærlega fyrir okkur.
Myndir: Matthías
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
















