Vertu memm

Markaðurinn

Parmaskinkuvafðir þorskhnakkar með capers og hvítvínsrjómasósu og blómkálsmús – Ketóvænn

Birting:

þann

Parmaskinkuvafðir þorskhnakkar með capers og hvítvínsrjómasósu og blómkálsmús - Ketóvænn

Svo einstaklega gómsætur en ótrúlega fljótlegur réttur.

Fyrir 3-4

800 g þorskhnakkar

1 bréf parmaskinka (u.þ.b. sex sneiðar)

2 dl hvítvín (líka hægt að nota vatn og smá sítrónusafa)

Tvær dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

1 væn msk Dijon sinnep

1 lítil krukka capers

Salt og pipar og smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera þorskhnakkana í um það bil sex jafna bita og vefjið sneið af parmaskinku utan um hvern bita.
  2. Hitið pönnu og bræðið dálítið smjör. Steikið bitana vel á báðum hliðum og færið upp á disk.
  3. Hellið hvítvíninu á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Setjið sinnep og capers ásamt sýrðum rjóma saman við og látið aðeins malla við vægan hita. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Leggið þorskbitana út í sósuna og klárið að elda þá í gegn. Berið fram t.d. með blómkálsmús eða grænu salati.

Blómkálsmús:

1 stórt höfuð blómkál, skorið niður og stilkurinn fjarlægður

1 msk smjör

2 msk hreinn rjómaostur frá Gott í matinn

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið blómkálið í pott og hellið vatni yfir. Hleypið suðunni upp og sjóðið þar til eldað í gegn og mjúkt eða í um 10-15 mínútur.
  2. Hellið þá vatninu af og látið blómkálið standa í opnum pottinum á hellu með vægum hita í 5 mínútur eða þannig að allt vatn gufar alveg upp.
  3. Setjið smjörið og rjómaostinn út í og maukið blómkálið með töfrasprota. Kryddið vel með salti og pipar og smakkið til.

Parmaskinkuvafðir þorskhnakkar með capers og hvítvínsrjómasósu og blómkálsmús - Ketóvænn

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið