Markaðurinn
Parmaskinkuvafðir þorskhnakkar með capers og hvítvínsrjómasósu og blómkálsmús – Ketóvænn
Svo einstaklega gómsætur en ótrúlega fljótlegur réttur.
Fyrir 3-4
800 g þorskhnakkar
1 bréf parmaskinka (u.þ.b. sex sneiðar)
2 dl hvítvín (líka hægt að nota vatn og smá sítrónusafa)
Tvær dósir 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 væn msk Dijon sinnep
1 lítil krukka capers
Salt og pipar og smjör til steikingar
Aðferð:
- Byrjið á að skera þorskhnakkana í um það bil sex jafna bita og vefjið sneið af parmaskinku utan um hvern bita.
- Hitið pönnu og bræðið dálítið smjör. Steikið bitana vel á báðum hliðum og færið upp á disk.
- Hellið hvítvíninu á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Setjið sinnep og capers ásamt sýrðum rjóma saman við og látið aðeins malla við vægan hita. Smakkið til með salti og pipar.
- Leggið þorskbitana út í sósuna og klárið að elda þá í gegn. Berið fram t.d. með blómkálsmús eða grænu salati.
Blómkálsmús:
1 stórt höfuð blómkál, skorið niður og stilkurinn fjarlægður
1 msk smjör
2 msk hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Salt og pipar
Aðferð:
- Setjið blómkálið í pott og hellið vatni yfir. Hleypið suðunni upp og sjóðið þar til eldað í gegn og mjúkt eða í um 10-15 mínútur.
- Hellið þá vatninu af og látið blómkálið standa í opnum pottinum á hellu með vægum hita í 5 mínútur eða þannig að allt vatn gufar alveg upp.
- Setjið smjörið og rjómaostinn út í og maukið blómkálið með töfrasprota. Kryddið vel með salti og pipar og smakkið til.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?







