27des18:0022:00SAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðsluEftir
Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði föstudaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið. Kristinn Gísli
Veitingastaðurinn SAUÐÁ á Sauðárkróki stendur fyrir Pop up-viðburði föstudaginn 27. desember þegar matreiðslumaðurinn Kristinn Gísli Jónsson snýr heim í fjörðinn og tekur yfir eldhúsið um kvöldið.
Kristinn Gísli mun bjóða gestum upp á fjögurra rétta matseðil þar sem áhersla er lögð á hreint bragð, góð hráefni og nútímalega framsetningu. Kvöldið hefst á bleikju borinni fram með skyri, yuzu og vorlauk. Að því loknu er þorskur með vin jaune sósu, pimento d’espelette og lauk.
Aðalréttur kvöldsins er lamb með eldpipar, seljurót og jógúrt, en kvöldinu lýkur með brioche í eftirrétt ásamt te-sabayoni, vanillu og roðrunna eplum. Verð á matseðlinum er 10.990 krónur.
Kristinn hefur starfað á Michelin-veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi og starfar nú á Michelin-veitingastaðnum Tollbua í sömu borg. Hann hefur náð afar góðum árangri í keppnum á ferli sínum og hreppti titilinn matreiðslunemi ársins árið 2016.
Árið 2017 vann hann til silfurverðlauna í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Helsinki í Finnlandi.
Þá lenti hann í öðru sæti í keppni um titilinn Kokkur ársins árið 2022 og hefur jafnframt verið meðlimur í Kokkalandsliðinu.
Árið 2019 hreppti Kristinn Gísli Jónsson fyrsta sætið í alþjóðlegu matreiðslukeppninni Team of the Year sem fram fór í Norður-Grikklandi ásamt Hinriki Lárussyni matreiðslumanni og undirstrikar árangurinn sterka stöðu hans á alþjóðavettvangi.
Borðapantanir eru teknar í síma 833-7447 og í gegnum Facebook-síðu SAUÐÁ.
Myndina tók Wil Lee-Wright.
Meira
27.12.2025 18:00 - 22:00(GMT+00:00)
10jan19:0023:00Hátíðarkvöldverður KM í HörpuEftir
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara verður haldinn í Hörpu, laugardagskvöldið 10. janúar 2026. Fjöldi fagfólks vinnur endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og leggur metnað sinn í að skapa framúrskarandi upplifun sem um leið er
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara verður haldinn í Hörpu, laugardagskvöldið 10. janúar 2026.
Fjöldi fagfólks vinnur endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og leggur metnað sinn í að skapa framúrskarandi upplifun sem um leið er ein helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbburinn rekur Kokkalandsliðið og heldur keppni um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða að því að efla matarmenningu okkar Íslendinga.
Hér er fréttayfirlit Klúbbs matreiðslumeistara.
Mynd: Mummi Lú / Frá hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í janúar 2025
Meira
10.01.2026 19:00 - 23:00(GMT+00:00)
Tveir íslenskir veitingastaðir hafa komist í úrslit í alþjóðlegum flokki National Fish & Chip Awards 2026, einu virtasta verðlaunaafhending Bretlands á sviði sjávarrétta. Þar keppa framúrskarandi fish
Tveir íslenskir veitingastaðir hafa komist í úrslit í alþjóðlegum flokki National Fish & Chip Awards 2026, einu virtasta verðlaunaafhending Bretlands á sviði sjávarrétta. Þar keppa framúrskarandi fish and chips staðir víða að úr heiminum um titilinn International Fish & Chip Operator of the Year.
Úrslit verða kynnt í London 25. febrúar 2026 á Park Plaza Westminster Bridge hótelinu þar sem hundruðir gesta úr veitingageiranum koma saman. Einn veitingastaðurinn mun hljóta nafnbótina International Fish & Chip Operator of the Year 2026.
Mynd:
Andrew Crook ásamt Norlein frá Fez & Cip, sigurvegara International Fish & Chip Operator of the Year 2025.
Ljósmyndari: Gabriel Bush
Meira
25.02.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
15marAllan daginn16Snædís keppir í forkeppni Bocuse d´OrEftir
Snædís Xyza verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or Europe sem haldin verður í Marseille dagana 15. til 16. mars 2026. Nánari upplýsingar hér. Fleiri fréttir
Snædís Xyza verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or Europe sem haldin verður í Marseille dagana 15. til 16. mars 2026.
15.03.2026 - 16.03.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
21marAllan daginnKeppnin Kokkur ársinsEftir
Keppnin Kokkur ársins fer fram í IKEA í mars 2026. Nákvæmur dagur hefur ekki verið ákveðinn, en verður auglýstur síðar. Að jafnaði fer keppnin fram á laugardegi og forkeppnin nokkrum dögum
Keppnin Kokkur ársins fer fram í IKEA í mars 2026.
Nákvæmur dagur hefur ekki verið ákveðinn, en verður auglýstur síðar. Að jafnaði fer keppnin fram á laugardegi og forkeppnin nokkrum dögum áður.
Yfirlit frétta um keppnina Kokkur ársins.
Mynd: Mummi Lú / Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025.
Meira
21.03.2026 Allan daginn(GMT+00:00)
22marAllan daginn24NorðurlandakeppniEftir
Norðurlandakeppnirnar Nordic Chef, Nordic Chef Jr., Nordic Waiter og Nordic Green Chef verða haldnar dagana 22.–24. mars í Herning í Danmörku. Meðfylgjandi mynd er frá Norðurlanda keppninni árið 2022,
Norðurlandakeppnirnar Nordic Chef, Nordic Chef Jr., Nordic Waiter og Nordic Green Chef verða haldnar dagana 22.–24. mars í Herning í Danmörku.
Meðfylgjandi mynd er frá Norðurlanda keppninni árið 2022, sjá nánar hér.
Mynd: Brynja Kr Thorlacius
22.03.2026 - 24.03.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
19aprAllan daginn21Norræna nemakeppninEftir
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram dagana 19.–21. apríl 2026 í Svíþjóð, þar sem nemendur sýna hæfni sína í matargerð og framreiðslu á hæsta stigi. Fréttayfirlit
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram dagana 19.–21. apríl 2026 í Svíþjóð, þar sem nemendur sýna hæfni sína í matargerð og framreiðslu á hæsta stigi.
19.04.2026 - 21.04.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
16maiAllan daginn19Hinrik Örn Lárusson keppir fyrir Íslands hönd í WalesEftir
16.05.2026 - 19.05.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
16maiAllan daginn19Worldchefs með ráðstefnu, sýningu og keppni í Wales árið 2026Eftir
Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion,
Worldchefs, áhrifamestu samtök matreiðslumanna í heiminum, verða með ráðstefnu, sýningu og keppni sem fram fer dagana 16.–19. maí 2026 í Newport í Wales.
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er „Pasture, Passion, Plate“, sem heiðrar ferðalag matarins frá uppruna til fullbúins réttar og undirstrikar hvernig matur tengir okkur öll – frá bónda til borðs, yfir landamæri og menningarheima.
Um 1.000 kokkar frá 110 löndum sækja ráðstefnuna, ásamt 30 alþjóðlegum fyrirlesurum og sérfræðingum úr atvinnulífinu. Þá verður jafnframt sýning 200 nýsköpunarfyrirtækja og sýnenda, og búist er við að viðburðurinn laði að um 6.000 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum.
Global Chef keppnin fer fram samhliða ráðstefnunni, en þar mun Hinrik Örn Lárusson keppir fyrir Íslands hönd í Wales.
Heimasíða: www.worldchefscongress.org
Kynningarmyndband
Meira
16.05.2026 - 19.05.2026 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.
