15janAllan daginn16Fyrsta kokteilakeppni ársins 2025Eftir
Fyrsta kokteilakeppni ársins, keppnin um Bláa Safírinn fer fram á Petersen svítunni 22. janúar. 10 bestu drykkirnir komast áfram í úrslit en forkeppnin verður í formi ,,walk-around” þar sem dómarar
Fyrsta kokteilakeppni ársins, keppnin um Bláa Safírinn fer fram á Petersen svítunni 22. janúar. 10 bestu drykkirnir komast áfram í úrslit en forkeppnin verður í formi ,,walk-around” þar sem dómarar fara á milli staða dagana 15. og 16. janúar.
15.01.2025 - 16.01.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
16jan18:0022:00Fyrsti viðburður ársins hjá KampavínsfjelaginuEftir
Spennandi viðburður er á næsta leiti hjá klúbbmeðlimum Kampavínsfjelagsins sem haldinn verður í einkasalnum á veitingastaðnum Monkeys þar sem meðlimir skála saman og opna
Spennandi viðburður er á næsta leiti hjá klúbbmeðlimum Kampavínsfjelagsins sem haldinn verður í einkasalnum á veitingastaðnum Monkeys þar sem meðlimir skála saman og opna nokkrar alltof stórar flöskur.
Meira
16.01.2025 18:00 - 22:00(GMT+00:00)
17jan16:3017:30Þér er boðið í útgáfupartýEftir
Boðið er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar, Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep, en hófið fer fram í þjónarými Menntaskólans í Kópavogi föstudaginn 17. janúar 2025 kl.
Boðið er til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu bókarinnar, Matreiðsla – Matvælabraut 2. og 3. þrep, en hófið fer fram í þjónarými Menntaskólans í Kópavogi föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 16:30. Aðgengi er vinstra megin við bílastæði skólans.
17.01.2025 16:30 - 17:30(GMT+00:00)
24jan(jan 24)18:0025(jan 25)23:00Monkeys PopUp á Hótel VesturlandiEftir
Veitingastaðurinn Monkeys verður með PopUp á Hótel Vesturlandi helgina 24. og 25. janúar næstkomandi. Matreiðslumaðurinn Snorri Grétar kemur með hóp matreiðslumanna frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður
Veitingastaðurinn Monkeys verður með PopUp á Hótel Vesturlandi helgina 24. og 25. janúar næstkomandi.
Matreiðslumaðurinn Snorri Grétar kemur með hóp matreiðslumanna frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður uppá framandi signature 6 rétta seðil sem er undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar.
Á PopUp-inu getur fólk komið og notið góðs úrvals gómsætra smárétta sem kitla bragðlaukana.
Meira
24.01.2025 18:00 - 25.01.2025 23:00(GMT+00:00)
24jan20:0000:00Kópavogsblótið 2025Eftir
Kópavogsblótið hefur fest sig í sessi sem stærsta og glæsilegasta þorrablót landsins. Þorrablót sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Tryggið ykkur miða og blótum saman þorra á sjálfan bóndadaginn
Kópavogsblótið hefur fest sig í sessi sem stærsta og glæsilegasta þorrablót landsins. Þorrablót sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Tryggið ykkur miða og blótum saman þorra á sjálfan bóndadaginn 2025.
Matur frá kónginum í Múlakaffi og frábærir skemmtikraftar.
Þorrablótið er haldið í Kórnum í Kópavogi 24. jan. 2025 – fös. og hefst klukkan 20:00.
17.900 kr.
Miðapantanir á tix.is. Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið.
24.01.2025 20:00 - 00:00(GMT+00:00)
26janAllan daginn27Sindri Guðbrandur keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or 2025Eftir
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or sem haldin verður dagana 26. og 27. janúar 2025 í Lyon í Frakklandi. Sindri keppir 27. janúar og er í
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or sem haldin verður dagana 26. og 27. janúar 2025 í Lyon í Frakklandi. Sindri keppir 27. janúar og er í sjötta eldhúsi í keppninni.
Mynd: Mummi Lú
26.01.2025 - 27.01.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
28janAllan daginnBarlady keppnin fyrir konur og kvárEftir
Barlady keppnin fyrir konur og kvár í veitingageiranum er svo fyrirhuguð 28. janúar 2025 þar sem sigurvegarinn fer til Havana á Kúbu og keppir í alþjóða Barlady keppninni. Mynd: Barþjónaklúbbur Íslands
Barlady keppnin fyrir konur og kvár í veitingageiranum er svo fyrirhuguð 28. janúar 2025 þar sem sigurvegarinn fer til Havana á Kúbu og keppir í alþjóða Barlady keppninni.
Mynd: Barþjónaklúbbur Íslands
28.01.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
01feb18:3000:00Þorrablót á Hlíðarenda - 2025Eftir
Þorrablót Miðbæjar & Hlíða fer fram laugardaginn 1.febrúar 2025 í N1 höllinni Hlíðarenda. Húsið opnar kl.18.30 og lokar fyrir matargesti kl.20.00. Borðhald og skemmtidagskrá hefst kl.20.15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti
Þorrablót Miðbæjar & Hlíða fer fram laugardaginn 1.febrúar 2025 í N1 höllinni Hlíðarenda.
Húsið opnar kl.18.30 og lokar fyrir matargesti kl.20.00. Borðhald og skemmtidagskrá hefst kl.20.15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti kl.22.30.
Múlakaffi mun bjóða upp á Þorraveislu ásamt ljúffengum veislumat og vegan réttum.
Friðrik Ómar og Jógvan Hansen koma salnum í rífandi stemningu yfir borðhaldi. Diljá Pétursdóttir og Stuðlabandið trylla síðan dansgólfið fram eftir nóttu.
Salurinn verður með 10 manna hringborðum og eru flest borð seld í heilu lagi. Hægt er að kaupa staka miða á samsett borð. Jafnframt er hægt að kaupa miða bara á ballið sem hefst kl. 22.30.
Miðasala á tix.is
Meira
01.02.2025 18:30 - 00:00(GMT+00:00)
03febAllan daginnKokteilkeppni TipsýEftir
Þessi kokteilkeppni ætti að vera áhugaverð fyrir alla barþjóna og kokteiláhugafólk. Tólf innsendingar verða valdar í forkeppni mánudaginn 3. febrúar og fimm kokteilar keppa svo til úrslita miðvikudaginn 5. febrúar. Í aðalvinning
Þessi kokteilkeppni ætti að vera áhugaverð fyrir alla barþjóna og kokteiláhugafólk.
Tólf innsendingar verða valdar í forkeppni mánudaginn 3. febrúar og fimm kokteilar keppa svo til úrslita miðvikudaginn 5. febrúar.
Í aðalvinning er 200.000 króna gjafabréf hjá PLAY og fjöldi veglegra aukavinninga.
Hver þátttakandi, sem sendir inn kokteil sem uppfyllir skilyrði innsendingar, fær eitt 5.000 kr. gjafabréf sem gildir á sex af vinsælustu veitingastöðum Reykjavíkur.
Hægt er að senda inn þinn kokteil á [email protected] fyrir 1. febrúar 2025.
Innsending þarf að innihalda:
Nánari upplýsingar eru veittar á [email protected]
Meira
03.02.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
07febAllan daginn09Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinumEftir
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar 2025. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar 2025. Sjá nánar hér.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar 2025. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar 2025.
07.02.2025 - 09.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
19febAllan daginn21Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í StavangerEftir
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar. Hátíðin er
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar.
Hátíðin er í tengslum við Food & Fun og fer fram dagana 19. og 21. febrúar 2025 og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin í Stavanger.
19.02.2025 - 21.02.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
13marAllan daginn15Íslandsmót iðn- og verkgreina 2025Eftir
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn.
Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025.
Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.
24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.
Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:
Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu.
Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.
Nánar á namogstorf.is
Meðfylgjandi mynd tók Sigurjón Bragi Geirsson
Meira
13.03.2025 - 15.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
29marAllan daginnKokkur ársins 2025Eftir
Keppnin Kokkur ársins verður haldin í IKEA 29. mars 2025. Fréttayfirlit hér.
Keppnin Kokkur ársins verður haldin í IKEA 29. mars 2025.
29.03.2025 Allan daginn(GMT+00:00)
30marAllan daginn31Heimsmeistarakeppni í kjötskurðiEftir
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31.
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31. mars.
Keppnirnar verða haldnar þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram og verður í einni af höllunum sem notaðar voru á Ólympíuleikunum.
Íslenska landslið kjötiðnaðarmanna keppir fyrir Íslands hönd.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í hverju liði eru 6 keppendur og á hvert lið að úrbeina 1/2 naut, 1/2 svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga og setja upp glæsilegt hlaðborð með öllum vörunum á 3 klst. 15 mín.
Dómarar mega spyrja alla meðlimi í landsliðinu spurningar á meðan keppnin stendur yfir, t.a.m. er auðvelt að elda vörurnar, hvaða eldunaraðferðir og eldunartímar eru fyrir vörurnar o.fl.
Það eru 15 lönd sem taka þátt á næsta ári, sem eru : Ástralía, Belgía, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland (ríkjandi heimsmeistari), Bretland, Ísland, Írland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal, Rúmenía, Spánn og Bandaríkin.
Hráefnið sem að íslenska liðið notar í keppnina er að mestu leyti frá Frakklandi.
Meðlimir í landsliðinu eru:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Ferskar kjötvörur.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Meira
30.03.2025 - 31.03.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
31marAllan daginn06aprRCW hátíðin 2025Eftir
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025. Fréttayfirlit hér.
Reykjavík Cocktail Week verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025.
31.03.2025 - 06.04.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
22maiAllan daginn25Norðurlandaþing matreiðslumanna haldið í SvíþjóðEftir
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg. Fréttayfirlit hér.
Norðurlandaþing matreiðslumanna (NKF) verður haldið 22. – 25. maí 2025 í bænum Rönnäng í Svíþjóð sem er um klukkustunda keyrsla norður af Gautaborg.
22.05.2025 - 25.05.2025 (Allan daginn)(GMT+00:00)
Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans
Starfsfólk í veitingabransanum
Veitingageirinn (Lokuð grúppa, aðeins fyrir fagmenn í veitingabransanum)
Ertu ekki að fá inngöngu en uppfyllir öll skilyrði? Sendu þá á okkur línu til staðfestingar.