Markaðurinn
Ostakjallarinn kynnir – Frostrós
Frostrós er nýjasti osturinn í Ostakjallaranum en um er að ræða tignarlegan ost af Gouda ætt sem er ætlað að gleðja þig og aðra ostaunnendur yfir hátíðarnar og fyrstu vikur nýs árs meðan myrkasti vetrartími ársins gengur yfir. Hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og því um að gera að ná sér nokkur stykki af þessum eðalosti.
Bragðlega er hann mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana við hvern bita. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan.
Frostrós hefur fengið góðan tíma til að þroskast í Ostakjallaranum hjá okkur eða í um 2 ár áður en ostameistarar okkar útskrifuðu hann og nú fá neytendur loks að njóta hans.
Osturinn fæst í völdum verslunum sem selja Ostakjallarann. Þetta eru verslanir eins og Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, stærri Krónuverslanir og sérverslanir með sælkeravöru.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin