Markaðurinn
Ostakjallarinn kynnir – Frostrós
Frostrós er nýjasti osturinn í Ostakjallaranum en um er að ræða tignarlegan ost af Gouda ætt sem er ætlað að gleðja þig og aðra ostaunnendur yfir hátíðarnar og fyrstu vikur nýs árs meðan myrkasti vetrartími ársins gengur yfir. Hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og því um að gera að ná sér nokkur stykki af þessum eðalosti.
Bragðlega er hann mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana við hvern bita. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan.
Frostrós hefur fengið góðan tíma til að þroskast í Ostakjallaranum hjá okkur eða í um 2 ár áður en ostameistarar okkar útskrifuðu hann og nú fá neytendur loks að njóta hans.
Osturinn fæst í völdum verslunum sem selja Ostakjallarann. Þetta eru verslanir eins og Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, stærri Krónuverslanir og sérverslanir með sælkeravöru.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






