Smári Valtýr Sæbjörnsson
Orri Páll og Alexandre Lampert kepptu fyrir íslands hönd í Nikka Perfect Serve barþjónakeppninni í Noregi
Alexandre Lampert á Slippbarnum og Orri Páll Vilhjálmsson veitingastjóri á veitingahúsinu Apotek Restaurant kepptu nú á dögunum fyrir íslands hönd í Nikka Perfect Serve barþjónakeppninni í Noregi.

Alexander að ljúka við sinn drykk African Kiss í Amarula kokteilkeppninni sem haldin var hér á Íslandi 27. október s.l.
Alexandre Lampert
Alexandre Lampert kemur frá Gognac héraðinu í Frakklandi. Hann er ættaður frá borginni Libourne sem er í suðvestur Frakklandi sem telst vera höfuðborg vínframleiðslu í norður Gironde. Alexandre er barþjónn á Slippbarnum og hefur unnið til fjölda verðlaunasæta í barþjónakeppnum erlendis og keppt hérlendis með góðum árangri og er í hópi einn af færustu barþjóna samtímans.

Orri Páll keppir hér í Amarula kokteilkeppninni sem haldin var hér á Íslandi 27. október síðastliðinn
Orri Páll Vilhjálmsson
Orri hefur langa reynslu í veitingageiranum og hefur meðal annars unnið sem rekstrarstjóri á Cafe Paris og veitingastjóri á Sushi Samba og nú á Apotek Restaurant. Orri er enginn nýgræðingur í keppnum sem þessum en hann vann Hot Toddy keppnina hérlendis 2013.
Nikka Perfect Serve barþjónakeppnin
Keppnin var haldin af Nikka Whiskey og er frábrugðinn hefðbundnum kokteilkeppnum að því leiti að einnig er keppt í gestrisni. Byggir keppnin á japönsku heimspekinni Ichi-go og Ichi-e sem byggir á því að hver einasta snerting við viðskiptavininn er einstök og er ekki hægt að endurtaka og því verður alltaf að stefna að fullkomnum.
Dómarnir í keppninni eru þrír og þurfa keppendur ekki aðeins að blanda sinn “signature“ drykk, þeir þurfa líka að spjalla við dómarana og afgreiða þá með kokteil og Whisky sem hentar viðkomandi á þeirri stundu og rökstyðja val sitt.
Alexandre og Orri Páll lentu í 2. og 3. sæti, en keppnin er haldin í 12 evrópulöndum og sigurvegarar komast áfram, en það var Jørgen Thormøhlen frá Noregi sem sigraði keppnina í Noregi og tryggði sér sæti í lokakeppnina sem haldin verður 1. desember næstkomandi í La Réunin Island.
Mynd: Björn Blöndal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





