Starfsmannavelta
Örn Garðars kominn á Ránna
Matreiðslumaðurinn Örn Garðarsson er kominn til starfa hjá Ránni eftir að veitingastaðurinn SOHO hætti rekstri.
„Mig langaði aðeins að fá frí frá rekstri en það var góður gangur í SOHO,“ sagði Örn við Víkurfréttir. „Hér á Ránni er aðeins afslappaðra umhverfi fyrir mig, nú þarf maður ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og ekki skemmir fyrir að á Ránni er eitt best útbúna eldhús á landinu að finna.“
Örn stendur í ströngu um þessar mundir enda nóg um að vera og ber þá helst að nefna jólahlaðborðin sem Ráin stendur fyrir. Fyrsta jólahlaðborðið hefst núna á föstudag þar sem Bergþór Pálsson mun skemmta yfir borðhaldinu á meðan Örn verður í eldlínunni í eldhúsinu.
Greint frá í Víkurfréttum
VF-mynd/ JBO

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila