Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Opnar Lemon í París

Birting:

þann

Lemon - Frakkland, París

Fyrsti veit­ingastaður Lemon utan Íslands verður opnaður í Par­ís þann 1. mars næst­kom­andi. Eva Gunn­ars­dótt­ir er með sér­leyfið fyr­ir staðnum en hún flutti til Par­ís­ar fyr­ir tíu árum síðan.

Nú er hún að stand­setja hús­næðið sem er við fjöl­farna göngu­götu í öðru hverfi borg­ar­inn­ar, að því er fram kemur á mbl.is.

Staður­inn er við Rue des Pe­tits Car­reaux, sem er rétt hjá göngu­göt­unni þekktu Rue Montorgu­eil. Eva seg­ist mjög ánægð með staðsetn­ing­una enda vildi hún vera á fjöl­förn­um stað. Hús­næðið er um 150 fer­metr­ar og á tveim­ur hæðum. Á neðri hæðinni verður eld­húsið en á efri hæðinni er sal­ur­inn sem er um 100 fer­metr­ar.

„Varð ótrú­lega frönsk“

Eva seg­ir fram­kvæmd­ir ganga vel en raf­virkj­ar og pípu­lagn­inga­menn eru nú á fullu að gera upp hús­næðið sem er orðið nokkuð gam­alt. Hún seg­ir und­ir­bún­ing­inn hafa staðið yfir í um eitt og hálft ár og bend­ir á að skriffinnsk­an sé mik­il í Frakklandi. „Þetta hef­ur tekið lang­an tíma. Þeir gera þetta erfitt að ráði og það er ekki fyr­ir hvern sem er að stofna fyr­ir­tæki,“ seg­ir hún.

Eva flutti til Par­ís­ar fyr­ir tíu árum þegar hún fékk vinnu hjá úti­búi Lands­bank­ans í borg­inni. Eft­ir að hún hætti þar starfaði hún lít­il­lega við kennslu. „Síðan varð ég bara ótrú­lega frönsk,“ seg­ir hún kím­in og bæt­ir við að nokk­urra ára barneign­ar­frí hafi þá tekið við.

„Við maður­inn minn átt­um eitt barn fyr­ir og þegar við eignuðumst annað barnið hætti ég að vinna. Þannig ég var í raun­inni bara heima síðastliðin sex ár. Núna erum við búin að eign­ast þrjú börn og það er al­veg nóg,“ seg­ir hún og hlær. „Krakk­ar byrja þriggja ára í skóla og nú var yngsta stelp­an að byrja í skóla í sept­em­ber og þá var ég loks­ins laus til þess að gera eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Eva.

Hún seg­ist hafa haft mik­inn áhuga á því að búa til djúsa og borða holl­an mat á síðustu árum og var því hrif­in af hug­mynd­inni á bak við Lemon.

Frakk­arn­ir skrefi á eft­ir

Eva seg­ir staði á borð við Lemon vera að skjóta upp koll­in­um í Par­ís. „Þetta er alltaf að koma meira og meira. Veit­ingastaðir eru farn­ir að bjóða upp á djús á morgn­ana en þetta er miklu meiri tíska á Íslandi,“ seg­ir hún. „Frakk­arn­ir eru alltaf einu skrefi á eft­ir vegna þess að þeir eru með svo rosa­lega sterk­an kúltúr,“ seg­ir Eva í samtali við mbl.is.

„Ég held hins veg­ar að við séum á hár­rétt­um tíma með þetta þar sem lands­lagið er að breyt­ast með yngri kyn­slóðinni.“

Í sam­tali við mbl í fyrra sagði Jón Arn­ar Guðbrands­son, ann­ar eig­enda Lemon, að þreif­ing­ar í Bretlandi stæðu einnig yfir.

Frétt mbl.is: Lemon til Frakklands og Parísar

Mynd: lemon.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið