Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna nýjan veitingastað á Klapparstíg í Reykjavík
Verktakafyrirtækið Þingvangur hefur selt húsnæðið sem áður hýsti Skelfiskmarkaðinn. Reynsluboltar í veitingahúsarekstri hafa nú tekið það á leigu og áforma að opna þar nýjan veitingastað og bar.
Félag á vegum fjórmenninganna Arnars Þórs Gíslasonar, Andra Björnssonar, Loga Helgasonar og Óla Más Ólasonar hefur tekið fasteignina að Klapparstíg 28-30 á leigu. Hyggjast þeir opna þar tvo nýja staði í sumar.
Um er að ræða húsnæðið sem áður hýsti Skelfiskmarkaðinn, en þeim veitingastað var lokað varanlega í mars 2019 eftir að hafa verið í rekstri í um það bil hálft ár, að því er fram kemur í Markaðnum í fréttablaðinu sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






