Uppskriftir
Ómótstæðileg ostamús með rjóma
Krydduð ostamús er ómótstæðilegur eftirréttur að hausti og í kringum hátíðirnar sem tekur um 15 mínútur að framreiða. Hátíðlegur keimur af ostamúsinni með engifer kökum í botninum og mjúkum rjómanum kitla bragðlaukanna. Þrátt fyrir kryddkeiminn er ostamúsin einstaklega létt og góð.
Uppskriftin dugar fyrir 6
Innihald
- 8 stk. engiferkökur
- 30 g smjör
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
- 250 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
- 70 g sykur
- 2 msk. síróp
- 1 tsk. vanilludropar
- 1 tsk. kanill
- ¼ tsk.
- ¼ tsk. múskat
- ¼ tsk. engifer
- 1/8 tsk. negull
- 1/8 tsk. kardimommur
Toppur
- rjómi frá Gott í matinn
- 2 msk flórsykur
- kanilstöng
- rósmarín
- muldar engiferkökur
Aðferð
- Myljið kökurnar gróflega, bræðið smjör, blandið því saman við og hrærið öllu saman.
- Setjið 2 msk. af engiferkökum í botninn á hverju glasi fyrir sig.
- Þeytið rjóma þar til hann er orðinn stífur og stendur. Takið helminginn til hliðar til þess að setja á toppinn.
- Þeytið rjómaostinn ásamt sírópi, vanilludropum og öllu kryddi. Blandið helmingnum af þeytta rjómanum saman við og hrærið saman með sleif. Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið yfir engiferkökurnar.
- Blandið flórsykri saman við restina af rjómanum og hrærið varlega saman. Setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina. Skreytið með kanilstöng, rósmarín og muldum engiferkökum.
- Geymið kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin