Markaðurinn
Ómótstæðileg ostakaka með karamellukurli
Ostakökurnar frá MS hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og er því einkar gaman að segja frá því að nú höfum við sett á markað spennandi sérútgáfu sem aðeins verður á markaði í takmarkaðan tíma. Ostakaka með karamellukurli er nýjasta nýtt í vörulínunni en þar mætir nýr og bragðmikill kexbotn silkimjúkri og ómótstæðilegri ostakökufyllingu með karamellukurli.
Ostakaka með karamellukurli smellpassar í saumaklúbbinn, matarboðið eða sem tækifærisgjöf og þeyttur rjómi til hliðar setur eins og svo oft punktinn yfir i-ið. Ekki flækja hlutina þegar þú þarft þess ekki og veldu þér einfaldan og bragðgóðan eftirrétt þegar þú vilt gera vel við þig og þína.
Það skemmir ekki fyrir að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og karamellusósu og uppskrift að einni slíkri er að finna hér fyrir neðan:
Karamellusósa
60 g smjör
110 g púðursykur
5 msk. rjómi frá Gott í matinn
Bræðið smjörið við lágan hita.
Bætið púðursykrinum og rjómanum útí og hrærið á miðlungshita þar til sykurinn leysist upp.
Hækkið hitann örlítið undir lokin og leyfið blöndunni að malla í 1-2 mínútur og hrærið í allan þann tíma.
Leyfið sósunni að kólna svolítið og þykkna áður en þið setjið hana yfir kökuna.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






