Frétt
Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu með heitreyktum laxabita
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi.
Sósan sem fylgir laxinum inniheldur ofangreinda ofnæmis- og oþolsvalda en innihald sósunnar er ekki tilgreint á umbúðum. Dreifing/sala á vörunni hefur verið stöðvuð og stendur endurmerking yfir.
Nánar um vöruna:
- Vöruheiti: Ópal heitreyktur laxabiti m/muldum pipar
- Framleiðandi: Ópal Sjávarfang
- Lotunúmer: 013019
- Dreifing: Verslanir Nettó um allt land, verslanir Hagkaupa á höfuðborgarsvæðinu, 10-11 í Austurstræti, Iceland í Engihjalla og Krambúðin, Firði .
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi geta skilað vörunni til Ópals Sjávarfangs gegn endurgjaldi. Nánari upplýsingar veitir Linda í síma 517-6630 / 864-8295.
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmisvöldum.
Leiðbeiningar Matvælastofnunar um merkingu á ofnæmis- og óþolsvöldum hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?