Sverrir Halldórsson
Ólöglegir sjússamælar á fimm veitingastöðum í Hveragerði og á Selfoss | Bakarí með óverðmerktar vörur
Neytendastofa skoðaði í Hveragerði og á Selfossi verðmerkingar og hvort að vínmál á veitingastöðu væru lagi. Farið var á þrjá veitingastaði í Hveragerði og þrjá á Selfossi. Kannað var hvort matseðill væri við inngang og magnupplýsingar drykkja kæmu fram á matseðli. Af þessum sex veitingastöðum voru allir með matseðil við inngang og aðeins tveir ekki með magnupplýsingar drykkja á matseðli.
Af þeim sex veitingastöðum sem skoðaðir voru reyndust fimm þeirra nota veltivínmál (sjússamæla) sem ekki voru löggiltir eða á Surf and Turf Austurvegi, Riverside á Hótel Selfoss, Menam Eyrarvegi, Hoflandsetrið Breiðumörk og Hótel Örk í Hvergerði, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Farið var í fimm sérvöruverslanir í Hveragerði og 18 á Selfossi og athugað hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væru í lagi. Verðmerkingar í verslununum Blómaborg í Hveragerði og A4, Tölvulistinn, Tölvu- og Rafeindaþjónusta suðurlands og Árvirkinn á Selfossi voru ekki í lagi. Hjá tískufataversluninni Barón, barnafataversluninni Do Re Mí, Gallerí Ozone á Selfossi og Blómaborg í Hveragerði vantaði verðmerkingar í sýningarglugga.
Tvær ísbúðir voru skoðaðar á svæðinu, Ísbúð Huppu á Selfossi og Gottís í Hveragerði, athugasemd var gerð við báðar ísbúðirnar þar sem kælar með gosi og öðrum vörum voru alveg óverðmerktir á báðum stöðum.
Einnig var farið var í tvö bakarí á Selfossi og eitt í Hveragerði. Athugasemd var gerð við Guðnabakaríi þar sem goskælir var óverðmerktur og verð vantaði á kökur í og ofan á afgreiðsluborði. Í bakaríinu Almar Bakari á Selfossi voru vörur í kæli óverðmerktar.
Neytendastofa mun halda áfram verðmerkinga- og verðkannanaeftirliti sínu og gera athugun hjá fleiri verslunum. Neytendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni neytendastofa.is.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss