Sverrir Halldórsson
Ólöglegir sjússamælar á fimm veitingastöðum í Hveragerði og á Selfoss | Bakarí með óverðmerktar vörur
Neytendastofa skoðaði í Hveragerði og á Selfossi verðmerkingar og hvort að vínmál á veitingastöðu væru lagi. Farið var á þrjá veitingastaði í Hveragerði og þrjá á Selfossi. Kannað var hvort matseðill væri við inngang og magnupplýsingar drykkja kæmu fram á matseðli. Af þessum sex veitingastöðum voru allir með matseðil við inngang og aðeins tveir ekki með magnupplýsingar drykkja á matseðli.
Af þeim sex veitingastöðum sem skoðaðir voru reyndust fimm þeirra nota veltivínmál (sjússamæla) sem ekki voru löggiltir eða á Surf and Turf Austurvegi, Riverside á Hótel Selfoss, Menam Eyrarvegi, Hoflandsetrið Breiðumörk og Hótel Örk í Hvergerði, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Farið var í fimm sérvöruverslanir í Hveragerði og 18 á Selfossi og athugað hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væru í lagi. Verðmerkingar í verslununum Blómaborg í Hveragerði og A4, Tölvulistinn, Tölvu- og Rafeindaþjónusta suðurlands og Árvirkinn á Selfossi voru ekki í lagi. Hjá tískufataversluninni Barón, barnafataversluninni Do Re Mí, Gallerí Ozone á Selfossi og Blómaborg í Hveragerði vantaði verðmerkingar í sýningarglugga.
Tvær ísbúðir voru skoðaðar á svæðinu, Ísbúð Huppu á Selfossi og Gottís í Hveragerði, athugasemd var gerð við báðar ísbúðirnar þar sem kælar með gosi og öðrum vörum voru alveg óverðmerktir á báðum stöðum.
Einnig var farið var í tvö bakarí á Selfossi og eitt í Hveragerði. Athugasemd var gerð við Guðnabakaríi þar sem goskælir var óverðmerktur og verð vantaði á kökur í og ofan á afgreiðsluborði. Í bakaríinu Almar Bakari á Selfossi voru vörur í kæli óverðmerktar.
Neytendastofa mun halda áfram verðmerkinga- og verðkannanaeftirliti sínu og gera athugun hjá fleiri verslunum. Neytendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni neytendastofa.is.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






