Frétt
Óheimilt verður að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.
Breytingin lýtur að því að óheimilt verði að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. Einnig verður óheimilt að flytja hana út. Heimilt verður þó áfram að selja uppstoppaða grágæs.
Á undanförnum árum hefur grágæsarstofninum hnignað og er tillaga ráðuneytisins að sölubanni sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur áherslu á að brot gegn reglugerðinni getur varðað sektum eða fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.
Í ljósi þess að töluverð umræða skapast á hverju ári um veiðar á villtum fuglum þá vill ráðuneytið vekja athygli á verkefnum samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að styrkingu faglegrar veiðistjórnunar og að framkvæmd veiða samræmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Til að auka opna og faglega umfjöllun um slíkar veiðar hyggst samráðsnefndin halda kynningaráðstefnu um málefnið árið 2024.
Frestur til veitingu athugasemda er til 8. ágúst næstkomandi.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






