Frétt
Óheimilt verður að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum.
Breytingin lýtur að því að óheimilt verði að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. Einnig verður óheimilt að flytja hana út. Heimilt verður þó áfram að selja uppstoppaða grágæs.
Á undanförnum árum hefur grágæsarstofninum hnignað og er tillaga ráðuneytisins að sölubanni sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur áherslu á að brot gegn reglugerðinni getur varðað sektum eða fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.
Í ljósi þess að töluverð umræða skapast á hverju ári um veiðar á villtum fuglum þá vill ráðuneytið vekja athygli á verkefnum samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að styrkingu faglegrar veiðistjórnunar og að framkvæmd veiða samræmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Til að auka opna og faglega umfjöllun um slíkar veiðar hyggst samráðsnefndin halda kynningaráðstefnu um málefnið árið 2024.
Frestur til veitingu athugasemda er til 8. ágúst næstkomandi.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri