Vertu memm

Markaðurinn

Ofnbökuð ommiletta

Birting:

þann

Ofnbökuð ommiletta

Þetta er einföld og sniðug uppskrift sem sniðugt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat.

Það er hægt að leika sér með innihaldið sem þú setur í bökuna þína, þú skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða einfaldlega sleppir því. Fljótlegt og einfalt.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS – Gott í matinn.

Innihald:

1 tortilla kaka

2 egg

100 g kotasæla

paprika eftir smekk

vorlaukur eftir smekk

salt, pipar og hvítlauksduft

Veisluþjónusta

Þú setur tortillu köku í skál sem má fara í ofn og það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina.

Þú setur tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndar skál úr henni, setur svo tvö egg ofan í ásamt 100 g af kotasælu og hrærir saman.

Skerð niður grænmeti og setur út í, td papriku og vorlauk. Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.

Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.

Ofnbökuð ommiletta

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið