Markaðurinn
Ofnbökuð ommiletta
Þetta er einföld og sniðug uppskrift sem sniðugt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat.
Það er hægt að leika sér með innihaldið sem þú setur í bökuna þína, þú skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða einfaldlega sleppir því. Fljótlegt og einfalt.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
1 tortilla kaka
2 egg
100 g kotasæla
paprika eftir smekk
vorlaukur eftir smekk
salt, pipar og hvítlauksduft
Þú setur tortillu köku í skál sem má fara í ofn og það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina.
Þú setur tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndar skál úr henni, setur svo tvö egg ofan í ásamt 100 g af kotasælu og hrærir saman.
Skerð niður grænmeti og setur út í, td papriku og vorlauk. Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.
Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?