Markaðurinn
Ofnbökuð ommiletta
Þetta er einföld og sniðug uppskrift sem sniðugt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat.
Það er hægt að leika sér með innihaldið sem þú setur í bökuna þína, þú skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða einfaldlega sleppir því. Fljótlegt og einfalt.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
1 tortilla kaka
2 egg
100 g kotasæla
paprika eftir smekk
vorlaukur eftir smekk
salt, pipar og hvítlauksduft
Þú setur tortillu köku í skál sem má fara í ofn og það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina.
Þú setur tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndar skál úr henni, setur svo tvö egg ofan í ásamt 100 g af kotasælu og hrærir saman.
Skerð niður grænmeti og setur út í, td papriku og vorlauk. Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.
Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita