Markaðurinn
Öflugt staðnám og stórefld stafræn fræðsla – Vefnámskeið endurgjaldslaust
Sólin skein glatt í sumar og við hjá IÐUNNI vonum að allir hafi fengið að njóta blíðunnar og samveru við fjölskyldu og vini. Haustið nálgast og fyrstu námskeið annarinnar hjá IÐUNNI fræðslusetri eru þegar hafin. Eins og alltaf höfum við öryggi allra þeirra sem sækja námskeið og þjónustu til okkar í forgrunni.
Frá því að Covid19 gerði vart við sig og gjörbreytti veruleika okkar allra höfum við kappkostað að tryggja öryggi þátttakenda og gæði námsins. Við viljum halda áfram að bjóða upp á öflugt staðnám en á sama tíma stórefla stafræna þjónustu okkar til þeirra sem kjósa fjarnám eða vefnám og sveigjanleika í sinni símenntun. Námskeiðsframboð haustannar tekur mið af þessum áherslum og vekjum við sérstaka athygli á auknu framboði á vefnámskeiðum og einnig fjarkennslu á staðbundnum námskeiðum þar sem því er komið við. Í tilefni af 15 ára afmælisári IÐUNNAR bjóðum við félagsmönnum á vefnámskeið endurgjaldslaust.
Eins og fram hefur komið hjá stjórnvöldum þá er líklegt að næstu mánuði verði líklega einhverjar sóttvarnatakmarkanir í gildi hér innanlands. Kennsla, ráðgjöf og annað starf hér innan IÐUNNAR mun alltaf taka mið af almennum sóttvarnarreglum.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í haust og kynna fyrir ykkur skemmtilegar nýjungar til að styðja ykkur í námi og starfi.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt3 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….