Markaðurinn
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
Hver elskar ekki volga kanilsnúða með heimatilbúnu súkkulaðiglassúr. Hér koma þeir í nýjum búning þar sem búið er að skera þá í tvennt og bera þá fram með þeyttum rjóma líkt og bollur. Skemmtileg tilbreyting fyrir alla sem elska kanilsnúða og rjómabollur í einum bita.
Kanilsnúða rjómabollur
20-25 stk.
Innihald:
550 g hveiti
5 tsk. lyftiduft
85 g sykur
100 g smjör, brætt
350 ml mjólk
FYLLING
50 g smjör
sykur og kanill
SÚKKULAÐIGLASSÚR
500 g flórsykur
3 msk. dökkt kakó
60 g smjör, brætt
2 msk. heitt kaffi
1 tsk. vanilludropar
heitt vatn
½ lítri rjómi
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á ofplötu.
- Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman.
- Bræðið smjör og hellið því saman við hveitiblönduna ásamt mjólkinni.
- Hnoðið deigið og fletjið það vel út.
- Bræðið smjörið, smyrjið því yfir deigið og stráið kanilsyrki yfir allt saman.
- Rúllið deiginu þétt upp, skerið í 3-4 cm bita og setjið á bökunarplötuna. Þrýstið snúðunum aðeins niður og bakið í rúmlega 15 mínútur eða þar til þeir hafa náð ljósgylltum lit.
Súkkulaðiglassúr
- Hrærið flórsykur og kakó saman. Bræðið smjör og hellið því saman við ásamt kaffi.
- Bætið vanilludropum saman við og heitu vatni eftir þörfum og hrærið þar til kremið verður slétt og fínt.
- Þegar snúðarnir hafa náð að kólna eru þeir skornir í tvennt. Setjið súkkulaðiglassúr á botninn, þreytið rjóma og sprautið honum ofan á hvern snúð og stráið flórsykri yfir toppinn eða setjið meira af súkkulaðiglassúr ofan á.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars