Vertu memm

Markaðurinn

Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita

Birting:

þann

Nýtt útspil fyrir bolludaginn - Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita

Hver elskar ekki volga kanilsnúða með heimatilbúnu súkkulaðiglassúr. Hér koma þeir í nýjum búning þar sem búið er að skera þá í tvennt og bera þá fram með þeyttum rjóma líkt og bollur. Skemmtileg tilbreyting fyrir alla sem elska kanilsnúða og rjómabollur í einum bita.

Kanilsnúða rjómabollur

20-25 stk.

Innihald:

550 g hveiti
5 tsk. lyftiduft
85 g sykur
100 g smjör, brætt
350 ml mjólk

FYLLING
50 g smjör
sykur og kanill

SÚKKULAÐIGLASSÚR
500 g flórsykur
3 msk. dökkt kakó
60 g smjör, brætt
2 msk. heitt kaffi

1 tsk. vanilludropar
heitt vatn

½ lítri rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á ofplötu.
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman.
  3. Bræðið smjör og hellið því saman við hveitiblönduna ásamt mjólkinni.
  4. Hnoðið deigið og fletjið það vel út.
  5. Bræðið smjörið, smyrjið því yfir deigið og stráið kanilsyrki yfir allt saman.
  6. Rúllið deiginu þétt upp, skerið í 3-4 cm bita og setjið á bökunarplötuna. Þrýstið snúðunum aðeins niður og bakið í rúmlega 15 mínútur eða þar til þeir hafa náð ljósgylltum lit.

Súkkulaðiglassúr

  1. Hrærið flórsykur og kakó saman. Bræðið smjör og hellið því saman við ásamt kaffi.
  2. Bætið vanilludropum saman við og heitu vatni eftir þörfum og hrærið þar til kremið verður slétt og fínt.
  3. Þegar snúðarnir hafa náð að kólna eru þeir skornir í tvennt. Setjið súkkulaðiglassúr á botninn, þreytið rjóma og sprautið honum ofan á hvern snúð og stráið flórsykri yfir toppinn eða setjið meira af súkkulaðiglassúr ofan á.

Skoða nánar á www.gottimatinn.is

Nýtt útspil fyrir bolludaginn - Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið