Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús opnar að öllum líkindum á Melhaga í Vesturbæ í vor

Birting:

þann

Melhagi 20-22 í Vesturbæ, Reykjavík

Ef að líkum lætur verður nýtt kaffihús opnað á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur í vor. Umrætt hús stendur við hlið Sundlaugar Vesturbæjar og er þar rekið apótek sem stendur.

Að sögn Péturs Marteinssonar stendur Sæmundur í sparifötunum ehf., sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar.

Það er búið að gera leigusamning og leggja inn teikningar til byggingarfulltrúa sem samþykkti planið. Nú er verið að vinna í því að fá byggingarleyfi. Ég á von á því að húseigandinn, apótekið, afhendi okkur rýmið í lok apríl. Þá munum við taka okkur 3-4 vikur til að gera kaffihúsið okkar,

segir Pétur í Morgunblaðinu í dag, en apótekið verður áfram með rekstur í hluta hússins.

 

Mynd: Skjáskot af google korti.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið