Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar að öllum líkindum á Melhaga í Vesturbæ í vor
Ef að líkum lætur verður nýtt kaffihús opnað á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur í vor. Umrætt hús stendur við hlið Sundlaugar Vesturbæjar og er þar rekið apótek sem stendur.
Að sögn Péturs Marteinssonar stendur Sæmundur í sparifötunum ehf., sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar.
Það er búið að gera leigusamning og leggja inn teikningar til byggingarfulltrúa sem samþykkti planið. Nú er verið að vinna í því að fá byggingarleyfi. Ég á von á því að húseigandinn, apótekið, afhendi okkur rýmið í lok apríl. Þá munum við taka okkur 3-4 vikur til að gera kaffihúsið okkar,
segir Pétur í Morgunblaðinu í dag, en apótekið verður áfram með rekstur í hluta hússins.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast