Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Ólafsvík
Sker restaurant er nýr veitingastaður við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík sem opnaði í júní s.l. Húsnæðið var tekið algjörlega í gegn en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu rekin í húsinu sem þar áður hýsti Sparisjóð Ólafsvíkur, að því er fram kemur á heimasíðu skessuhorn.is.
Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á veitingastaðinn og til að mynda fyrstu tvo dagana sem Sker restaurant var opinn komu um 400 matargestir, mest heimafólk.
Eigendur staðarins eru þau Arnar Laxdal Jóhannsson, Bryndís Ásta Ágústsdóttir og Lilja Hrund Jóhannsdóttir, sem er jafnframt yfirmatreiðslumaður staðarins en hún lauk sveinsprófi í matreiðslu í desember síðastliðnum frá veitingastaðnum VOX.
Fjölbreyttur matseðill er á boðstólnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Sker Restaurant er með nær fullt hús stiga á Tripadvisor.
Sker restaurant er staðsettur við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík:
Fylgist með Sker á facebook hér.
Myndir og matseðill: facebook / Sker restaurant
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Uppskriftir6 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac