Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í Ólafsvík

Birting:

þann

Sker restaurant - Ólafsvík

Sker restaurant er nýr veitingastaður við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík sem opnaði í júní s.l.  Húsnæðið var tekið algjörlega í gegn en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu rekin í húsinu sem þar áður hýsti Sparisjóð Ólafsvíkur, að því er fram kemur á heimasíðu skessuhorn.is.

Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á veitingastaðinn og til að mynda fyrstu tvo dagana sem Sker restaurant var opinn komu um 400 matargestir, mest heimafólk.

Eigendur staðarins eru þau Arnar Laxdal Jóhannsson, Bryndís Ásta Ágústsdóttir og Lilja Hrund Jóhannsdóttir, sem er jafnframt yfirmatreiðslumaður staðarins en hún lauk sveinsprófi í matreiðslu í desember síðastliðnum frá veitingastaðnum VOX.

Fjölbreyttur matseðill er á boðstólnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Sker restaurant - Mateðill

Sker restaurant - Ólafsvík

Framkvæmdir stóðu yfir síðastliðinn vetur

Sker restaurant - Ólafsvík

Brotinn var niður veggur

Sker restaurant - Ólafsvík

Góð breyting

Sker restaurant - Ólafsvík

Sker býður upp á brunch allar helgar á milli kl. 11:30 og 16:00 á laugardögum og sunnudögum.

Sker restaurant - Ólafsvík

Fjölbreyttur brunch matseðill er í boði

Sker Restaurant er með nær fullt hús stiga á Tripadvisor.

Sker restaurant er staðsettur við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík:

Fylgist með Sker á facebook hér.

 

Myndir og matseðill: facebook / Sker restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið