Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Ólafsvík
Sker restaurant er nýr veitingastaður við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík sem opnaði í júní s.l. Húsnæðið var tekið algjörlega í gegn en áður var Smiðjan dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu rekin í húsinu sem þar áður hýsti Sparisjóð Ólafsvíkur, að því er fram kemur á heimasíðu skessuhorn.is.
Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á veitingastaðinn og til að mynda fyrstu tvo dagana sem Sker restaurant var opinn komu um 400 matargestir, mest heimafólk.
Eigendur staðarins eru þau Arnar Laxdal Jóhannsson, Bryndís Ásta Ágústsdóttir og Lilja Hrund Jóhannsdóttir, sem er jafnframt yfirmatreiðslumaður staðarins en hún lauk sveinsprófi í matreiðslu í desember síðastliðnum frá veitingastaðnum VOX.
Fjölbreyttur matseðill er á boðstólnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Sker Restaurant er með nær fullt hús stiga á Tripadvisor.
Sker restaurant er staðsettur við Ólafsbraut 19 í Ólafsvík:
Fylgist með Sker á facebook hér.
Myndir og matseðill: facebook / Sker restaurant
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?