Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Garðatorgi í Garðabæ
Nü Asian Fusion er nýr japanskur fusion veitingastaður við Garðatorg 6, Garðabæ, sem rekinn er af Hlyni Bæringssyni landsliðsfyrirliða Íslands í körfubolta, Ricardo Melo yfirkokki veitingastaðarins og Stefáni Magnússyni eiganda Mathúss Garðabæjar.
Aðalsmerki staðarins er ferskt hráefni matreitt undir asískum áhrifum. Stefán og Ricardo leituðu víða að innblæstri við gerð matseðilinn og ætla að bjóða uppá marga ljúffenga rétti sem hafa ekki áður sést á Íslandi.
Nü Asian Fusion opnar nú í vikunni.
Mikill metnaður var lagður í hönnun staðarins til að gera upplifunina sem þægilegasta fyrir viðskiptavini. Þar leituðu eigendur meðal annars til þeirra Inga í Lumex og Hauks hjá Erka, þeirra handbragð gerir útkomuna glæsilega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: asianfusion.is
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles












