Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Garðatorgi í Garðabæ
Nü Asian Fusion er nýr japanskur fusion veitingastaður við Garðatorg 6, Garðabæ, sem rekinn er af Hlyni Bæringssyni landsliðsfyrirliða Íslands í körfubolta, Ricardo Melo yfirkokki veitingastaðarins og Stefáni Magnússyni eiganda Mathúss Garðabæjar.
Aðalsmerki staðarins er ferskt hráefni matreitt undir asískum áhrifum. Stefán og Ricardo leituðu víða að innblæstri við gerð matseðilinn og ætla að bjóða uppá marga ljúffenga rétti sem hafa ekki áður sést á Íslandi.
Nü Asian Fusion opnar nú í vikunni.
Mikill metnaður var lagður í hönnun staðarins til að gera upplifunina sem þægilegasta fyrir viðskiptavini. Þar leituðu eigendur meðal annars til þeirra Inga í Lumex og Hauks hjá Erka, þeirra handbragð gerir útkomuna glæsilega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: asianfusion.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu












