Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Garðatorgi í Garðabæ
Nü Asian Fusion er nýr japanskur fusion veitingastaður við Garðatorg 6, Garðabæ, sem rekinn er af Hlyni Bæringssyni landsliðsfyrirliða Íslands í körfubolta, Ricardo Melo yfirkokki veitingastaðarins og Stefáni Magnússyni eiganda Mathúss Garðabæjar.
Aðalsmerki staðarins er ferskt hráefni matreitt undir asískum áhrifum. Stefán og Ricardo leituðu víða að innblæstri við gerð matseðilinn og ætla að bjóða uppá marga ljúffenga rétti sem hafa ekki áður sést á Íslandi.
Nü Asian Fusion opnar nú í vikunni.
Mikill metnaður var lagður í hönnun staðarins til að gera upplifunina sem þægilegasta fyrir viðskiptavini. Þar leituðu eigendur meðal annars til þeirra Inga í Lumex og Hauks hjá Erka, þeirra handbragð gerir útkomuna glæsilega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: asianfusion.is

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago