Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Garðatorgi í Garðabæ
Nü Asian Fusion er nýr japanskur fusion veitingastaður við Garðatorg 6, Garðabæ, sem rekinn er af Hlyni Bæringssyni landsliðsfyrirliða Íslands í körfubolta, Ricardo Melo yfirkokki veitingastaðarins og Stefáni Magnússyni eiganda Mathúss Garðabæjar.
Aðalsmerki staðarins er ferskt hráefni matreitt undir asískum áhrifum. Stefán og Ricardo leituðu víða að innblæstri við gerð matseðilinn og ætla að bjóða uppá marga ljúffenga rétti sem hafa ekki áður sést á Íslandi.
Nü Asian Fusion opnar nú í vikunni.
Mikill metnaður var lagður í hönnun staðarins til að gera upplifunina sem þægilegasta fyrir viðskiptavini. Þar leituðu eigendur meðal annars til þeirra Inga í Lumex og Hauks hjá Erka, þeirra handbragð gerir útkomuna glæsilega eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: asianfusion.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?