Freisting
Nýr veitingastaður í bígerð þar sem nú er Pizza 67 á Ísafirði
Nýr veitingastaður er í bígerð að Austurvegi 1 á Ísafirði þar sem Pizza 67 er nú til húsa. Að verkefninu standa Shiran Þórisson og Gunnar Þórðarson á Ísafirði og er ætlunin að bjóða upp á pitsur, hamborgara og aðra létta rétti að ítölskum og amerískum sið. Shiran staðfestir að ætlunin sé að kaupa húsnæði og tæki Pizza 67, það er veitingasal og eldhús á annarri hæð.
Hann segir enn eftir að ganga frá ýmsum lögfræðilegum atriðum en ef vel gangi að hnýta lausa enda hyggist þeir taka við rekstrinum 1. október. Það er komin gróf mynd af því hvernig þetta eigi að líta út, segir Shiran. Hann segir að í kjölfar eigendaskiptanna verði veitingasalnum lokað meðan endurbætur fari fram en líklega verði heimsendingarþjónusta á pitsum á meðan. Aðspurður um hvort nýi veitingastaðurinn muni taka við sérleyfi Pizza 67 segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum, verið sé að skoða málin.
Austurvegur 1 þar sem nú er Pizza 67.
Mynd: bb.is
Greint frá á netmiðli Verstfirska bb.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars