Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður í bígerð þar sem nú er Pizza 67 á Ísafirði

Birting:

þann

Nýr veitingastaður er í bígerð að Austurvegi 1 á Ísafirði þar sem Pizza 67 er nú til húsa. Að verkefninu standa Shiran Þórisson og Gunnar Þórðarson á Ísafirði og er ætlunin að bjóða upp á pitsur, hamborgara og aðra létta rétti að ítölskum og amerískum sið. Shiran staðfestir að ætlunin sé að kaupa húsnæði og tæki Pizza 67, það er veitingasal og eldhús á annarri hæð.

Hann segir enn eftir að ganga frá ýmsum lögfræðilegum atriðum en ef vel gangi að hnýta lausa enda hyggist þeir taka við rekstrinum 1. október. „Það er komin gróf mynd af því hvernig þetta eigi að líta út“, segir Shiran. Hann segir að í kjölfar eigendaskiptanna verði veitingasalnum lokað meðan endurbætur fari fram en líklega verði heimsendingarþjónusta á pitsum á meðan. Aðspurður um hvort nýi veitingastaðurinn muni taka við sérleyfi Pizza 67 segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum, verið sé að skoða málin.


Austurvegur 1 þar sem nú er Pizza 67.

Mynd: bb.is

Greint frá á netmiðli Verstfirska bb.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið