Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í bígerð þar sem nú er Pizza 67 á Ísafirði
Nýr veitingastaður er í bígerð að Austurvegi 1 á Ísafirði þar sem Pizza 67 er nú til húsa. Að verkefninu standa Shiran Þórisson og Gunnar Þórðarson á Ísafirði og er ætlunin að bjóða upp á pitsur, hamborgara og aðra létta rétti að ítölskum og amerískum sið. Shiran staðfestir að ætlunin sé að kaupa húsnæði og tæki Pizza 67, það er veitingasal og eldhús á annarri hæð.
Hann segir enn eftir að ganga frá ýmsum lögfræðilegum atriðum en ef vel gangi að hnýta lausa enda hyggist þeir taka við rekstrinum 1. október. Það er komin gróf mynd af því hvernig þetta eigi að líta út, segir Shiran. Hann segir að í kjölfar eigendaskiptanna verði veitingasalnum lokað meðan endurbætur fari fram en líklega verði heimsendingarþjónusta á pitsum á meðan. Aðspurður um hvort nýi veitingastaðurinn muni taka við sérleyfi Pizza 67 segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum, verið sé að skoða málin.
Greint frá á netmiðli Verstfirska bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





