Freisting
Nýr veitingastaður í bígerð þar sem nú er Pizza 67 á Ísafirði
Nýr veitingastaður er í bígerð að Austurvegi 1 á Ísafirði þar sem Pizza 67 er nú til húsa. Að verkefninu standa Shiran Þórisson og Gunnar Þórðarson á Ísafirði og er ætlunin að bjóða upp á pitsur, hamborgara og aðra létta rétti að ítölskum og amerískum sið. Shiran staðfestir að ætlunin sé að kaupa húsnæði og tæki Pizza 67, það er veitingasal og eldhús á annarri hæð.
Hann segir enn eftir að ganga frá ýmsum lögfræðilegum atriðum en ef vel gangi að hnýta lausa enda hyggist þeir taka við rekstrinum 1. október. Það er komin gróf mynd af því hvernig þetta eigi að líta út, segir Shiran. Hann segir að í kjölfar eigendaskiptanna verði veitingasalnum lokað meðan endurbætur fari fram en líklega verði heimsendingarþjónusta á pitsum á meðan. Aðspurður um hvort nýi veitingastaðurinn muni taka við sérleyfi Pizza 67 segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum, verið sé að skoða málin.
Austurvegur 1 þar sem nú er Pizza 67.
Mynd: bb.is
Greint frá á netmiðli Verstfirska bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi