Markaðurinn
Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi

Við undirritun.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d´Or kandítat, Sigurjón Bragi Geirsson þjálfari og Jóhannes Ægir Kristjánsson sölustjóri stóreldhúsa hjá Expert
Á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll var formlega undirritaður nýr samstarfssamningur milli Expert (Fastus ehf) og Bocuse d’Or á Íslandi.
Samningurinn nær til ársins 2027 og felur í sér aukið samstarf aðila, þar á meðal æfingaraðstöðu fyrir íslenskan keppanda Bocuse d’Or í Expert eldhúsinu á Höfðabakka.
Samstarfið milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi á sér langa sögu, en félagið hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum keppninnar hérlendis síðastliðinn áratug. Samningurinn veitir íslenska keppanda Bocuse d’Or og hans teymi aðgang að tækjum, aðstöðu og reynslu sérfræðinga Expert til að undirbúa sig fyrir þessa virtustu matreiðslukeppni heims.
„Við erum afar stolt af því að halda áfram að styðja við Bocuse d’Or á Íslandi og skapa aðstöðu fyrir keppanda og hans teymi til að æfa í fullkomnasta sýningareldhúsi landsins“
segir talsmaður Expert.
„Þetta samstarf er til marks um metnað okkar fyrir íslenskri matreiðslu og framúrskarandi aðstöðu fyrir matreiðslumenn landsins. Við hlökkum til næstu ára í þessu spennandi samstarfi“.
Með þessum samningi mun Expert halda áfram að vera leiðandi afl í stuðningi við íslenska veitingageirann.

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps