Markaðurinn
Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi
Á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll var formlega undirritaður nýr samstarfssamningur milli Expert (Fastus ehf) og Bocuse d’Or á Íslandi.
Samningurinn nær til ársins 2027 og felur í sér aukið samstarf aðila, þar á meðal æfingaraðstöðu fyrir íslenskan keppanda Bocuse d’Or í Expert eldhúsinu á Höfðabakka.
Samstarfið milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi á sér langa sögu, en félagið hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum keppninnar hérlendis síðastliðinn áratug. Samningurinn veitir íslenska keppanda Bocuse d’Or og hans teymi aðgang að tækjum, aðstöðu og reynslu sérfræðinga Expert til að undirbúa sig fyrir þessa virtustu matreiðslukeppni heims.
„Við erum afar stolt af því að halda áfram að styðja við Bocuse d’Or á Íslandi og skapa aðstöðu fyrir keppanda og hans teymi til að æfa í fullkomnasta sýningareldhúsi landsins“
segir talsmaður Expert.
„Þetta samstarf er til marks um metnað okkar fyrir íslenskri matreiðslu og framúrskarandi aðstöðu fyrir matreiðslumenn landsins. Við hlökkum til næstu ára í þessu spennandi samstarfi“.
Með þessum samningi mun Expert halda áfram að vera leiðandi afl í stuðningi við íslenska veitingageirann.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði