Vertu memm

Markaðurinn

Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi

Birting:

þann

Nýr samstarfssamningur undirritaður milli Expert og Bocuse d'Or á Íslandi

Við undirritun.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson Bocuse d´Or kandítat, Sigurjón Bragi Geirsson þjálfari og Jóhannes Ægir Kristjánsson sölustjóri stóreldhúsa hjá Expert

Á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll var formlega undirritaður nýr samstarfssamningur milli Expert (Fastus ehf) og Bocuse d’Or á Íslandi.

Samningurinn nær til ársins 2027 og felur í sér aukið samstarf aðila, þar á meðal æfingaraðstöðu fyrir íslenskan keppanda Bocuse d’Or í Expert eldhúsinu á Höfðabakka.

Samstarfið milli Expert og Bocuse d’Or á Íslandi á sér langa sögu, en félagið hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum keppninnar hérlendis síðastliðinn áratug. Samningurinn veitir íslenska keppanda Bocuse d’Or og hans teymi aðgang að tækjum, aðstöðu og reynslu sérfræðinga Expert til að undirbúa sig fyrir þessa virtustu matreiðslukeppni heims.

„Við erum afar stolt af því að halda áfram að styðja við Bocuse d’Or á Íslandi og skapa aðstöðu fyrir keppanda og hans teymi til að æfa í fullkomnasta sýningareldhúsi landsins“

segir talsmaður Expert.

„Þetta samstarf er til marks um metnað okkar fyrir íslenskri matreiðslu og framúrskarandi aðstöðu fyrir matreiðslumenn landsins. Við hlökkum til næstu ára í þessu spennandi samstarfi“.

Með þessum samningi mun Expert halda áfram að vera leiðandi afl í stuðningi við íslenska veitingageirann.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið