Markaðurinn
Nýr rjómaostur og ný uppskrift: rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
Rjómaostur með tómötum og basilíku setur nýjan tón í matargerðina
Rjómaostar eru í miklu uppáhaldi hjá stórum hópi landsmanna, hvort sem er í matargerð, á beyglur og brauð nú eða á ostabakkann. Það munu því eflaust margir gleðjast í næstu búðarferð því í tilefni Ostóber er kominn á markað nýr bragðbættur rjómaostur frá MS með tómötum og basilíku. Nýi rjómaosturinn er mjúkur og bragðgóður og smellpassar í súpur og sósur, á pizzur og í pastarétti, í ofnbakaða rétti á borð við brauð- og fiskrétti, sem ídýfa með niðurskornu grænmeti og nachos flögum eða beint ofan á brauð og kex.
Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð er fullkominn vetrarréttur og óhætt að segja að nýi rjómaosturinn smellpassi við slíkt tilefni. Rétturinn er frábær hversdagsmatur en ekki síðri fyrir matarboð og veislur því hér er á ferðinni huggulegheitamatur sem lætur fólki líða vel.
Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
(fyrir 4)
5 stórir vel þroskaðir tómatar (um 750 g)
3-4 hvítlauksrif
1 stór rauðlaukur
3 msk. ólífuolía
1 msk. balsamikedik
2 msk. tómatpaste
1 dós maukaðir tómatar
500 ml heitt vatn
1 msk. grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur
1 dós rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS
150 ml rjómi frá Gott í matinn
fersk basilíka
salt og pipar
Grillaðar ostasamlokur:
8 sneiðar hvítt súrdeigsbrauð
mjúkt smjör
bragðmikill ostur að eigin vali, t.d. Óðals Tindur eða Búri
Aðferð:
- Hitið ofn í 200 gráður. Setjið gróft skorna tómatana, lauk og heil hvítlauksrif í fat, hellið ólífuolíu og ediki yfir, saltið og piprið og bakið í 30-40 mínútur.
- Færið bakað grænmetið yfir í stóran pott, bætið út í einni dós af tómötum, tómatpaste, vatni, grænmetiskrafti og hitið aðeins. Maukið með töfrasprota ef þið viljið flauelsmjúka áferð á súpuna, en sleppið annars.
- Bætið út í rjómaostinum ásamt rjóma og ferskri basilíku eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst súpan of þykk má þynna með meira vatni.
- Gerið samlokurnar. Leggið tvær brauðsneiðar saman með nóg af osti á milli. Smyrjið samlokurnar að utan með smjöri og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með súpunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga