Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði
Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.
Handverksbakaríið Sesam Brauðhús var opnað í október árið 2011 og hefur Valur Þórsson verið yfirbakarameistari bakarísins frá opnun þess. Í Sesam Brauðhúsi hefur verið lögð áhersla á gæða handverk á öllum framleiðsluvörum bakarísins og unnið með fyrsta flokks hráefni frá fyrsta degi.
Í gegnum árin hafa vörur frá Sesam Brauðhúsi verið á boðstólnum víða um land og þá sérstaklega á Austurlandi.
Lostæti Austurlyst er stærsta veitingaþjónusta í Fjarðabyggð og sinnir meðal annars alhliða veitingaþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál og fjölmörg önnur fyrirtæki á svæðinu og svo verður áfram. Eigandi Lostæti Austurlystar ehf. er Valmundur Pétur Árnason, matreiðslumeistari.
Fráfarandi eigendur og stjórnendur Sesam Brauðhúss þakka þeim þúsundum viðskiptavina sem hafa átt viðskipti við bakaríið öll þessi ár og óska á sama tíma nýjum rekstraraðilum bakarísins til hamingju með áfangann með von um bjarta framtíð.
Myndir: aðsendar
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann