Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

Birting:

þann

Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

F.v. Árni Már Valmundarson Viðskiptastjóri Lostæti Austurlyst, Valmundur Pétur Árnason Framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Valur Þórsson Yfirbakarameistari Sesam Brauðhúss / Baker family ehf, Elísabet Sveinsdóttir Baker family ehf, Gregorz Zielke Baker family ehf, Þórey Sveinsdóttir Baker family ehf

Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.

Nýr rekstraraðili tekur við Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

Handverksbakaríið Sesam Brauðhús var opnað í október árið 2011

Handverksbakaríið Sesam Brauðhús var opnað í október árið 2011 og hefur Valur Þórsson verið yfirbakarameistari bakarísins frá opnun þess. Í Sesam Brauðhúsi hefur verið lögð áhersla á gæða handverk á öllum framleiðsluvörum bakarísins og unnið með fyrsta flokks hráefni frá fyrsta degi.

Í gegnum árin hafa vörur frá Sesam Brauðhúsi verið á boðstólnum víða um land og þá sérstaklega á Austurlandi.

Lostæti Austurlyst er stærsta veitingaþjónusta í Fjarðabyggð og sinnir meðal annars alhliða veitingaþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál og fjölmörg önnur fyrirtæki á svæðinu og svo verður áfram. Eigandi Lostæti Austurlystar ehf. er Valmundur Pétur Árnason, matreiðslumeistari.

Fráfarandi eigendur og stjórnendur Sesam Brauðhúss þakka þeim þúsundum viðskiptavina sem hafa átt viðskipti við bakaríið öll þessi ár og óska á sama tíma nýjum rekstraraðilum bakarísins til hamingju með áfangann með von um bjarta framtíð.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið