Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr matseðill verður keyrður í gang í Hótel Reynihlíð á páskagleði Mývatnssveitar

Birting:

þann

hotel_reynihlid2

Um Páskana verður stútfull dagskrá í Mývatnssveit og mikið um dýrðir í mat og drykk. Á dagskránni er meðal annars að Laufey Sigurðardóttir mætir með valda meðlimi úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og efna þau til tónleika á skírdagskvöld og á föstudaginn langa í Hótel Reynihlíð.

Píslargangan er á sínum stað og hefst með morguntíðum í Reykjahlíðarkirkju fyrir þá sem það vilja, en gangan leggur af stað kl 09:00. Upphafsmenn göngu þessarar þeir Snæbjörn Pétursson, Jóhann Aðalgeir Gestsson, Örn Hauksson og Steinar Sigurðsson ætla að ganga saman með að þessu sinni. Svo verður hægt að fara á gönguskíði, í boði verður snjóþrúgugöngu, hjólreiðaferðir og vélsleðatúrar allt eftir óskum og vilja hvers og eins.

Gamli Bærinn í Reykjahlíð

Gamli Bærinn í Reykjahlíð

16. apríl verður Gamli bærinn opnaður fyrir sumarið og verður mikið um dýrðir þar.

Nýr matseðil verður keyrður í gang í Hótel Reynihlíð, en þar er Theodór Páll yfirmatreiðslumaður í óða önn við að leggja lokahönd á matseðlinum og verður mikið um dýrðir í mat og drykk á hótelinu yfir Páskana.

Hótel ReynihlíðHótel Reynihlíð hefur útbúið sérstakt pakkatilboð af þessu tilefni:

Innfalið í verðunum er gisting í de luxe herbergjum, fullt fæði og aðgangur að Jarðböðunum við Mývatn einu sinni, og fjórða nóttin er frí.

  • Ein nótt 34.000.- kr. fyrir 2
  • Tvær nætur 50.900.- kr. fyrir 2
  • Þrjár nætur 56.900.- kr. fyrir 2
  • Fjórða nóttin er frí.

Bókanir í [email protected] og í síma 4644170.

Veitingageirinn.is mun birta nýja matseðilinn þegar nær dregur að páskagleði Mývatnssveitar.

Myndir: myvatnhotel.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið