Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir rekstraraðilar á veitingastaðnum Rauða húsið
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við í hinu rómaða Rauða húsi á Eyrarbakka, en það eru þeir Stefán Kristjánsson og Stefán Ólafsson. Nýr mat-, og vínseðill, áhersla á ferskt hráefni úr matarkistu Suðurlands.
Stefán Kristjánsson er 51 árs matreiðslumaður, en hann lærði fræðin sín á Hótel Esju á árunum 1979 til 1983 ásamt því að læra bakarameistarann árið 1988 í Smárabakaríi og Kondidorí í Danmörku árið 1991. Stefán hefur unnið til margra viðurkenninga og verðlauna á starfsferlinum sínum og er meðlimur í Klúbbi Matreiðslumeistara. Stefán hefur Starfað óslitið við þessa iðn frá því að námið hófst 1979 bæði erlendis og heima. Stefán hefur verið mikið í eigin rekstri í bland við störf hjá öðrum. Síðast var Stefán vaktstjóri á Hótel Rangá.
Stefán Ólafsson er 40 ára barþjónn og lærði þau fræði í Hannover í Þýskalandi árið 1997. Vann til margra verðlauna bæði á sviði kokkteil gerðar og sem viskí sérfræðingur. Stefán vann við fagið í Þýskalandi til ársins 2005 þegar hann hélt aftur til Íslands og fór að vinna á Radisson SAS 1919 hóteli, Hilton Nordica Reykjavík og sem yfirþjónn á Hótel Rangá. Stefán er meðlimur í Barþjónasamtökum Íslands sem og Barþjónasamtökum Þýskalands.
Við gerðum nokkrar breytingar á matseðli og á vínseðli. Var úrvalið aukið til muna á vínum og matargerðinni lyft á hærra plan. Við erum með gott úrvals sjávarrétti, Lamba-, nauta og hrossa steikur og gott úrval forrétta og eftirrétta.
… sagði Stefán Ólafsson í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um breytingar á mat-, og vínseðli.
Rauða Húsið er fallegt sögufrægt hús á Eyrabakka þar sem boðið er upp á la carte sem og hópa seðla. Húsið rúmar allt að 280 manns og er hentugt fyrir árshátíðir, hátíðis-, og tækifæris veislur.
Við ætlum í haust að bjóða hópum upp á viskí kynningar og verður í boði að fá sérvalinn matseðil með kynningunni. Við höfum verið með bjórkynningar fyrir Ölfusholt og ætlum að auka á það og bjóða einnig upp á sérstakan matseðil í takt við kynningarnar fyrir hópa. Svo er fyrirhugað að hafa villibráðar-, og jólahlaðborð með íslenskum og dönskum sérréttum.
… sagði Stefán að lokum.
Mynd: af heimasíðu Rauða hússins
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins