Starfsmannavelta
Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu
Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur veitingasölu í klúbbhúsi Korpu til næstu fjögurra ára. Það eru hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem hafa tekið við rekstrinum en þau komu að rekstri golfskálans í Grafarholti á síðasta ári og eru því félagsmönnum kunn.
Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitingarekstri í gegnum árin og ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda. Auk þess hafa þau séð um rekstur veiðihúsa – í Norðurá, Langá, Hítará og Laxá í dölum en á þeim tíma var veiðin einnig þeirra helsta áhugamál, í dag hefur golfið tekið yfirhöndina og liggur því beinast við að koma að rekstri sem tengir þau áhugamálinu, að því er fram kemur á heimasíðu grgolf.is.
Matseðillinn sem félagsmenn mega vænta á Korpunni í sumar verður fjölbreyttur, boðið verður upp á súpur, fiskrétti og steikur af matseðli. Korpuborgara og kjúklingasamloku verður að finna ásamt fleiri réttum á grillseðli. Einnig verður boðið upp á léttari rétti og vegan fyrir þá sem kjósa auk smáréttaseðils – spennandi úrval rétta.
Mynd: grgolf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin