Starfsmannavelta
Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu
Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur veitingasölu í klúbbhúsi Korpu til næstu fjögurra ára. Það eru hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem hafa tekið við rekstrinum en þau komu að rekstri golfskálans í Grafarholti á síðasta ári og eru því félagsmönnum kunn.
Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitingarekstri í gegnum árin og ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda. Auk þess hafa þau séð um rekstur veiðihúsa – í Norðurá, Langá, Hítará og Laxá í dölum en á þeim tíma var veiðin einnig þeirra helsta áhugamál, í dag hefur golfið tekið yfirhöndina og liggur því beinast við að koma að rekstri sem tengir þau áhugamálinu, að því er fram kemur á heimasíðu grgolf.is.
Matseðillinn sem félagsmenn mega vænta á Korpunni í sumar verður fjölbreyttur, boðið verður upp á súpur, fiskrétti og steikur af matseðli. Korpuborgara og kjúklingasamloku verður að finna ásamt fleiri réttum á grillseðli. Einnig verður boðið upp á léttari rétti og vegan fyrir þá sem kjósa auk smáréttaseðils – spennandi úrval rétta.
Mynd: grgolf.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala