Starfsmannavelta
Nýir rekstaraðilar veitingasölu í klúbbhúsi Korpu
Undirritaður hefur verið nýr samningur um rekstur veitingasölu í klúbbhúsi Korpu til næstu fjögurra ára. Það eru hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem hafa tekið við rekstrinum en þau komu að rekstri golfskálans í Grafarholti á síðasta ári og eru því félagsmönnum kunn.
Þau Guðmundur og Mjöll hafa komið víða við í veitingarekstri í gegnum árin og ráku meðal annars Kaffivagninn á Granda. Auk þess hafa þau séð um rekstur veiðihúsa – í Norðurá, Langá, Hítará og Laxá í dölum en á þeim tíma var veiðin einnig þeirra helsta áhugamál, í dag hefur golfið tekið yfirhöndina og liggur því beinast við að koma að rekstri sem tengir þau áhugamálinu, að því er fram kemur á heimasíðu grgolf.is.
Matseðillinn sem félagsmenn mega vænta á Korpunni í sumar verður fjölbreyttur, boðið verður upp á súpur, fiskrétti og steikur af matseðli. Korpuborgara og kjúklingasamloku verður að finna ásamt fleiri réttum á grillseðli. Einnig verður boðið upp á léttari rétti og vegan fyrir þá sem kjósa auk smáréttaseðils – spennandi úrval rétta.
Mynd: grgolf.is
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka