Starfsmannavelta
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathúss Garðabæjar. Um er að ræða hóp vina og kunningja sem inniheldur núverandi og fyrrverandi Garðbæinga, fólk með reynslu úr veitinga- og gististaðageiranum og aðra aðila um framúrskarani veitingarekstur í Garðabæ, að því er fram kemur í Garðapóstinum.
Um daglegan rekstur sér Jóhanna Helgadóttir um, en hún hefur yfir 20 ára reynslu af hliðstæðri starfsemi. Markmið nýs eigandahóps er að gera gott betyra, að byrja á að gera Mathúsið aftur að þeim stað sem það var fyrir Covid-þrengingarnar, undir farsælli stjórn fyrrverandi rekstraraðila, og setja hægt en örugglega marg sitt á starfsemina með fínstillingum sem bæta upplifun lysthafenda af heimsóknum sínum á Mathúsið.
Mathús Garðabæjar mun halda áfram að bjóða upp á sinni sívinsæla dögurð um helgar og steikarhlaðborð á sunnudögum ásamt því að vera með jólahlaðborð sem engan mun svíkja.
Bókanir í jólahlaðborðið eru þegar teknar að hrannast inn og eru áhugasamir hvattir til að bóka fyrr en síðar.
Tekið er við borðapöntun í síma og á heimasíðu staðarins.
Mynd: facebook / Mathús Garðabæjar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







