Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir Dunkin´ Donuts- og Gingerstaðir opna á Fitjum í Reykjanesbæ í dag – Myndir
Röð hafði myndast fyrir utan bensínstöð Orkunnar á Fitjum í Reykjanesbæ eftir hádegi í dag þegar Dunkin´ Donuts og Ginger staðir voru opnaðir inni í 10-11 verslun sem staðsett er inni á stöðinni.
Þetta eru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem eru starfræktir fyrir utan höfuðborgarsvæðið og segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suðurnesjum hafi tekið vel í opnunina.
„Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum í dag. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“
segir Sigurður.
Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu











