Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir Dunkin´ Donuts- og Gingerstaðir opna á Fitjum í Reykjanesbæ í dag – Myndir
Röð hafði myndast fyrir utan bensínstöð Orkunnar á Fitjum í Reykjanesbæ eftir hádegi í dag þegar Dunkin´ Donuts og Ginger staðir voru opnaðir inni í 10-11 verslun sem staðsett er inni á stöðinni.
Þetta eru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem eru starfræktir fyrir utan höfuðborgarsvæðið og segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suðurnesjum hafi tekið vel í opnunina.
„Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum í dag. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“
segir Sigurður.
Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum